Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 65
ÍSLENZK SKÓLALÖGGJÖF OG SKÓLASTARF
47
menntaskóla þar, þegar Alþingi hefur veitt til þess nægilegt fé, en að
sjálfsögðu ekki fyrr, enda teldi ég það ekki heimilt. Tekin er upp
heimild fyrir aðra aðila en ríkið til að stofna og starfrækja mennta-
skóla, að fengnu leyfi ráðuneytis og samkvæmt reglum, sem það setur.
Þá er og heimilað að setja á stofn í tilraunaskyni menntaskóla, er óháðir
séu tilteknum ákvæðum laganna. Ég lít þannig á, að í þessari grein
felist heimild til þess, t.d. að koma á fót skóla, þar sem væri ein
námsbraut á tilteknu sviði, t. d. á sviði þjóðfélagsfræða, þrátt fyrir
ákvæði 9. greinar um námsefni menntaskóla, eða t.d. til þess að veita
Kvennaskólanum í Reykjavík heimild til þess að verða stúdentaskÓli,
þrátt fyrir ákvæði 4. gr. um, að menntaskólar séu jafnt fyrir pilta og
stúlkur. Ég til rétt, að Alþingi sjálft taki ákvörðun um það, hvort
heimild þessarar greinar verði notuð til þess að gera Kvennaskólann
í Reykjavík að stúdentaskóla, enda Jtarf sérstaka fjárvetingu til Jtess
að slíkt geti orðið.
Próf úr bóknámsdeikl miðskóla verður áfram beinasta inngöngu-
leið í menntaskóla, en skýlausari heimild en er í núgildandi lögum er
veitt til að taka nemendur í menntaskóla af öðrum skólastigum, telj-
ist undirbúningur Jreirra fullnægjandi. Ákvæði um 16 ára lágmarks-
aldur til inngögu er afnumið.
Tekin er upp nýskipan á skiptingu námsbrauta innan skólanna, og
raskar hún verulega núverandi deildarskiptingu og bekkjakerfi. Náms-
efni verður JrríJtætt: kjarni, kjörsvið og frjálsar valgreinar. Kjarninn
er J)að námsefni, sem er sameiginlegt öllum nemendum skólans, hvaða
námsbraut, sem Jaeir velja sér. Kjörsviðin, sem verða grundvöllur deild-
arskiptingar, eru flokkar samstæðra greina, og skal hver nemandi velja
einn slíkan flokk í heild. Frjálsar valgreinar eru Jrað námsefni hvers
nemanda, sem ekki telst til kjarnans eða kjörsviðs hans. Er gert ráð
fyrir, að Jjar geti bæði verið um að ræða viðbótarnám í skyldugreinum
og nýjar greinar. Af um 144 ,,einingum“ heildarnámsefnis má kjarn-
inn nema allt að 100, kjörsviðið skal nema a.m.k. 24 „einingum" og
frjálsar valgreinar a.m.k. 14 „einingum“. Kennslugreinar eru ekki til-
teknar í lögum, svo sem nú er, en gert ráð fyrir, að í námsskrá og
reglugerð verði nánar ákveðið um efnisinnihald kjarna, kjörsviða og
frjálsra valgreina.
Heintilað er að skipta skólaárinu í námsáfanga eða annir, og skal
í lok hvers áfanga úrskurðað um hæfni nemanda til að hefja nám í
næsta áfanga. Losað er um ákvæði varðandi árspróf, en lokapróf í
hverri grein skal halda, er kennslu í henni lýkur að fullu. Stúdents-
prófi er náð, Jjegar nemandi hefur staðizt öll lokapróf á kjörsviði
sínu og lokið prófi í öðrum greinum eftir fyrirmælum reglugerðar.
Heimilað er að setja í reglugerð ákvæði um námsefni og prófkröfur,