Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 66
48 EIMREIÐIN er miðist við annað íullnaðarpróf úr menntaskóla en stúdentspróf, þ. e. fyrir þá, sem ekki stefna að háskólanámi. Kveðið er á um, að við hvern menntaskóla skuli skipað í eftirtalin störf, auk kennara og skólastjóra: 1) Umsjónar- og ráðgjarstörf, þ.e. störf yfirkennara eða aðstoðarskólastjóra, bókavarðar, námsráðunauta, deildarkennara og félagsráðunauta. Þessir starfsmenn allir mega vera úr hópi kennara, og má fela sama manni fleiri en eitt starfanna. 2) Störf á skrifstofu, þ.e. fulltrúastarf og gjaldkerastarf. 3) Onnur störf, þ.e. starf húsvarðar og tækjavarðar og 4) starf húsbónda og húsfreyju í heimavistarskólum. Fela má sama starfsmanni fleiri en eitt slíkra starfa. Tölu fastra kennara skal ntiða við, að eigi korni fleiri en 20 nent- endur á hvern, en eftir núgildandi lögum skal að jafnaði skipaður einn fastur kennari á hverja bekkjardeild. Skilgreint er nánar í fntmvarpinu en gert er í gildandi lögum, hvaða kröfur skuli gerðar um háskólamenntun menntaskólakennara. Nú segir, að menntaskólakennari skuli hal'a lokið fullnaðarprófi við háskóla eða sambærilega stofnun, en í frumvarpinu segir, að hann skuli hafa í aðal- kennslugrein lokið prófi, er sé sambærilegt cand. mag.-prófi frá Háskóla íslands. Kennarar, er eigi fullnægja gildandi menntunarkröfum, skidu að fengnum meðmælum skólastjórnar eiga rétt á allt að tveggja ára orlofi til fullmenntunar. Ákvæði eru í frumvarpinu um skyldunám- skeið fyrir menntaskólakennara, jieint að kostnaðarlausu. Þá er heim- ilað að veita kennurum orlof, með launum að nokkru eða öllu leyti, sérstaklega lil að vinna að gerð kennslubóka eða kennslugagna. Sérstakur kafli er í frumvarpinu um húsrými og tæki, án hliðstæðu í gildandi lögum. Er þar kveðið á um, að í hverjum skóla skuli séð fyrir húsrými, er nægi til allrar starfsemi skólans, og í því sambandi talclar ýmsar tegundir húsnæðis. Setja skal sérstaka reglugerð um lágmarks- kröfur í þessum efnum. Sérstök ákvæði eru urn bókasafr. og lestrar- sali. Kveðið er á um, að kennslustofur skólanna skuli eftir föngum vera fagkennslustofur, þ. e. hver stofa miðuð við þarfir ákveðinna kennslugreina. Samin skal skrá um nauðsynlegan og æskilegan rita- og tækjakost. Mynda skal í hverjum skóla skólaráð, skipað yfirkennara og fulltrúum almenns kennarafundar, svo og fulltrúa nemenda. Skóla- stjóri og skólaráð mynda skólastjórn. í hverjum skóla ska) vera nemenda- ráð, er sé fulltrúi nemenda gagnvart skólastjórn og henni til aðstoðar í málefnum nemenda. Skólastjórar allra skóla á menntaskólastiginu skulu mynda sam- starfsnefnd. Þá er gert ráð fyrir því, að auk skólalækna séu skipaðar skólahjúkrunarkonur, og í reglugerð séu sett ákvæði um heilsuvernd í heimavistarskólum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.