Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 68
50 EIMREIÐIN menntaskólalöggjafar. Eins og ég hef þegar getið um, er í þessu frum- varpi lagt til, að þetta ákvæði um lágmarksáaldur sé numið úr lögum. Miklar umræður hafa átt sér stað um það meðal embættismanna á sviði fræðslumála og skólamála, hvort æskilegt sé að lækka stúdents- aldurinn, og ef það sé talið æskilegt, hvernig að því skuli fara. Menntamálaráðuneytið skipaði á sínum tíma nefnd til athugunar á þessu máli, og lauk hún störfum. Engrar frekari lagabreytingar er þörf til þess að lækka stúdentsaldurinn. Rammalöggjöfin um skólakerfi og fræðsluskyldu er einmitt þannig, að í framkvæmd er hægt að gera þá breytingu á fræðsluskyldustiginu, sem gæti gert nemendum kleift að ljúka landsprófi 15 ára í stað 16 ára nú. Skoðanir meðal skólamanna eru hins vegar talsvert skiptar um það, hvort slíka breytingu ætti að framkvæma, og þó einkum, hvernig hana ætti að framkvæma. Mennta- málaráðuneytið mun gera ráðstafanir til þess, að á næsta vetri verði á fræðsluskyldustiginu hafin tilraun til breytingar á skipulagi fræðslu- skyldunnar, sem geri nemendum kleift að ljúka landsprófi 15 ára í stað 16 ára nú. Mun þetta verða gert í trausti þess, að þetta frumvarp verði að lögum í síðasta lagi á næsta þingi. Hefði ákvæðið um 16 ára lágmarksaldur til inngöngu í menntaskóla þá verið afnumið, og mið- skólanemendur þar með getað átt þess kost að ljúka landsprófi 15 ára. Gætu þeir þá hafið nám í menntaskóla 15 ára gamlir og lokið stúdents- prófi 19 ára gamlir. Tilraunir í þessum efnum á næsta vetri mundu geta leitt í Ijós, hvaða framtíðarskipun eða aðferðir í þessum efnum væru skynsamlegastar. Þá skal ég að síðustu fara nokkrum orðum um húsnæðismál mennta- skólanna. Ég hef heyrt þeirri spurningu hreyft, hvort hægt mundi vera að framkvæma þá breytingu á menntaskólanáminu, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, í þeim húsakosti, sem menntaskólarnir hafa nú yfir að ráða eða er fyrirhugaður. í þessu sambandi verður fyrst að geta þess, að um áratuga skeið voru húsnæðismál menntaskólastigsins mjög vanrækt. Menntaskólahúsið við Lækjargötu er meira en hundrað ára gamalt, og við það var í næstum heila öld engu húsnæði bætt, nema bakhúsi, sem áður hafði verið fjós. Fyrir um það bil fjórurn áratugum var Gagnfræðaskólinn á Akureyri gerður að Menntaskóla. Árið 1953 var síðan Menntaskóla komið á fót á Laugarvatni og byggt yfir hann sérstakt hús. En í höfuðborginni var enn ekkert aðhafzt áratugum sam- an í húsnæðismálum Menntaskólans. Ekki var það þó af því, að yfir- menn menntamála eða forvígismenn skólans gerðu sér ekki grein fyrir nauðsyn aukins húsnæðis, heldur strönduðu framkvæmdir allar fyrst og fremst á langvinnum deilum um það, hvort menntaskólar í Reykja- vík skyldu vera einn eða tveir, þ.e. hvort flytja ætti Menntaskólann við Lækjargötu á annan stað í bænum og þá hvert, en um þrjá staði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.