Eimreiðin - 01.01.1969, Side 70
52
EIMREIÐJN
þannig að tvísetningarhlutfallið geti lækkað og að um nemendur á
menntaskólastiginu rýmki. Fjölgunin mun enn aukast haustið 1970, og
verða væntanlega á næstu fjárlögum gerðar ráðstafanir til þess að auka
þá húsnæði menntaskólanna enn til þess að mæta þeirri aukningu.
Samþykkt þessa frumvarps mun auk þess tvímælalaust gera nauðsyn-
legt að auka enn byggingarhraðann á menntaskólastiginu, þar eð nauð-
synlegt verður að draga úr tvísetningu l'rá því sem nú er, ef sú nýskipan
námsefnis og kennsluhátta, sem þetta frumvarp gerir ráð lyrir, á að
koma nemendum að fullum notum.
Ég vona, að með þessum orðum hafi ég gert grein fyrir þeim megin-
breytingum, sent þetta frumvarp gerir ráð fyrir á menntaskólalöggjöf-
inni og starfsemi menntaskólanna, þeim ráðstöfunum, sem ég tel rétt
að gera um leið og þessi nýskipan kæmi til framkvæmda, möguleka á
lækkun stúdentaaldurs, ástandinu í húsnæðismálum menntaskólanna og
framtíðarþörfum á því sviði og tengslum þessa frumvarps við þá endur-
skoðun skólalöggjafar og skólastarfs, sem átt liefur sér stað og stendur
ylir. Það er skoðun mín, að með samþykkt þessa frumvarps væri stigið
stórmerkt spor í íslenzkri skólalöggjöf og íslenzku skólastarfi. Þess
vegna leyfi ég mér að vænta þess, að það hljóti góðar undirtektir á hinu
háa Alþingi.