Eimreiðin - 01.01.1969, Side 72
54
EIMREI3IN
Hestamennska
Sú göfuga íþrótt á eftirfarandi byggist:
ok skal á ferfætta meðskepnu vora lagt,
beizli í munn, þótt baldin sé hún í fyrstu,
hún bognar að lokum, hefur oss verið sagt.
Klofvega á bak hennar knapinn skal brölta og reyna
að kúga til hlýðni varnarlaust dýrið og hrætt.
Lagni sé beitt og þó lævísum slóttugheitum
og láta’ ekki undan, að síðustu’ er mótspyrnu hætt.
Sé meðskepnan karldýr, skal maðurinn úr því slíta
án miskunnar e'istun, svo ráði hann betur við skap.
Knaparnir sjálfir kynnu því trúlega illa,
en kúgarinn ræður, það skal hins ferfætta tap.
Eitt sinn hann kallaðist þarfasti þjónninn af oss,
þessum, sem kúga hann, tvífættum meðskepnum hans,
en orðinn í dag að lifandi leikfangi þeirra
og lendir að síðustu í innýflum gráðugs manns.
Hvítt — rautt
Auðnarþögn'in hin ramma er rofin
og rjúpan fallin.
Mitt vopn er öruggt og veiðin því gefin.
Varst heppin, kallinn!
Drifhvíta mjöllin, dreyranum lituð.
dökkum og rauðum,
strýkur með línhöndum líkama mjúkum,
lifandi og dauðum.