Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 76

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 76
58 F.IMREIÐ’N á sandflákunum ofan við Gunnarsholt á Ranoárvöllum os: sáldruð- um melfræinu í skákirnar. Þá voru liðin þrjátíu ár frá því að Gunnlaugur lagði leið sína hingað til Jótlands og kynntist seiglu og bindimætti blöðkunnar. Gunnarsholt var nú orðið reisuleg mið- stöð sandgræðslunnar á íslandi og Gunnlaugur sandgræðslustjóri. Skyldi hann hafa dreymt um það, þegar hann óð hér foksandinn upp í ökla milli hnjótóttra melgrashólanna sumarið 1907? Hver veit? Stundum finnst mér, að skaplyndi Gunnlaugs, festa hans og trúmennska, hafi átt skylt við seiglu og dugnað melgrassins í fok- sandi. Þetta kemur mér fyrst í hug þennan úrsvala og regnbólgna morg- un utan við Lyngbæ, meðan ég búta grenigxeinarnar í eldinn. En það er oft furðulegt, hvernig hugurinn starfar. Allt í einu minnist ég kafla í dönsku lesbókinni, sem við lásum í skóla. Hann hét Dalgas og józku heiðarnar. Það var einmitt hér sunnan við Limafjörðinn, sem eitt mesta landgræðsluævintýri á Norðurlöndum hófst fyrir um það bil öld. Þá lióf Enrico Dalgas postullega baráttu sína fyrir ræktun józku heiðanna. Hann var starfsmaður í verkfræðideild hers- ins og hafði það verkefni að leggja vegi um Jótland. Hann kynntist mögrum, sendnum og ófrjóum jarðvegi heiðanna, þar sem lyngið eitt hélt velli. Og honum fæddist hugsjón: Þessu hlaut að vera hægt að breyta, þessu mátti til að breyta. Hann rannsakaði jarðveginn, talaði um fyrir mönnum, oft fyrir daufum eyrum, og stofnaði Heiðafélagið. Hann hóf starfið fyrir réttri öld, en Jiegar hann and- aðist nær aldamótum, var sigurinn unninn. Blómlegir akrar og skógarbelti skiptust á, þar sem áður voru sandflákar, lyngrimar og kræklóttar kjarrrenglur á stangli. Nú eru á Mið-Jótlandi nokkur friðuð svæði til að sýna hvernig heiðarnar voru áður. Þau eru til minja um hugsjónastarf og sigur Dalgass og Heiðafélagsins. Vert er og að minnast þess, að fyrsti maðurinn, sem vann skipu- lega að skógrækt á Islandi upp úr aldamótum, Chistian Flensborg, varð starfsmaður Heiðafélagsins eftir tilraunir sínar á íslandi og seinna forstjóri. Vera má, að Flensborg hafi einmitt stjórnað plöntun þessa víðáttumikla skógar hér á Tókaströnd. Og fyrsti skógræktar- stjóri á íslandi, Agnar Koefod Hansen, kynnti sér skógrækt hjá Heiðafélaginu sama árið og Gunnlaugur Kristmundsson kom hingað á vit kunnáttumanna í sandgræðslu. Mér er ljóst, að það er í krafti þessa mikla landgræðslustarfs hér um slóðir á undanförnum áratugum, að ég get labbað mig út fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.