Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 76
58
F.IMREIÐ’N
á sandflákunum ofan við Gunnarsholt á Ranoárvöllum os: sáldruð-
um melfræinu í skákirnar. Þá voru liðin þrjátíu ár frá því að
Gunnlaugur lagði leið sína hingað til Jótlands og kynntist seiglu
og bindimætti blöðkunnar. Gunnarsholt var nú orðið reisuleg mið-
stöð sandgræðslunnar á íslandi og Gunnlaugur sandgræðslustjóri.
Skyldi hann hafa dreymt um það, þegar hann óð hér foksandinn
upp í ökla milli hnjótóttra melgrashólanna sumarið 1907? Hver
veit? Stundum finnst mér, að skaplyndi Gunnlaugs, festa hans og
trúmennska, hafi átt skylt við seiglu og dugnað melgrassins í fok-
sandi.
Þetta kemur mér fyrst í hug þennan úrsvala og regnbólgna morg-
un utan við Lyngbæ, meðan ég búta grenigxeinarnar í eldinn. En
það er oft furðulegt, hvernig hugurinn starfar. Allt í einu minnist
ég kafla í dönsku lesbókinni, sem við lásum í skóla. Hann hét Dalgas
og józku heiðarnar. Það var einmitt hér sunnan við Limafjörðinn,
sem eitt mesta landgræðsluævintýri á Norðurlöndum hófst fyrir um
það bil öld. Þá lióf Enrico Dalgas postullega baráttu sína fyrir
ræktun józku heiðanna. Hann var starfsmaður í verkfræðideild hers-
ins og hafði það verkefni að leggja vegi um Jótland. Hann kynntist
mögrum, sendnum og ófrjóum jarðvegi heiðanna, þar sem lyngið
eitt hélt velli. Og honum fæddist hugsjón: Þessu hlaut að vera hægt
að breyta, þessu mátti til að breyta. Hann rannsakaði jarðveginn,
talaði um fyrir mönnum, oft fyrir daufum eyrum, og stofnaði
Heiðafélagið. Hann hóf starfið fyrir réttri öld, en Jiegar hann and-
aðist nær aldamótum, var sigurinn unninn. Blómlegir akrar og
skógarbelti skiptust á, þar sem áður voru sandflákar, lyngrimar
og kræklóttar kjarrrenglur á stangli. Nú eru á Mið-Jótlandi nokkur
friðuð svæði til að sýna hvernig heiðarnar voru áður. Þau eru til
minja um hugsjónastarf og sigur Dalgass og Heiðafélagsins.
Vert er og að minnast þess, að fyrsti maðurinn, sem vann skipu-
lega að skógrækt á Islandi upp úr aldamótum, Chistian Flensborg,
varð starfsmaður Heiðafélagsins eftir tilraunir sínar á íslandi og
seinna forstjóri. Vera má, að Flensborg hafi einmitt stjórnað plöntun
þessa víðáttumikla skógar hér á Tókaströnd. Og fyrsti skógræktar-
stjóri á íslandi, Agnar Koefod Hansen, kynnti sér skógrækt hjá
Heiðafélaginu sama árið og Gunnlaugur Kristmundsson kom hingað
á vit kunnáttumanna í sandgræðslu.
Mér er ljóst, að það er í krafti þessa mikla landgræðslustarfs hér
um slóðir á undanförnum áratugum, að ég get labbað mig út fyrir