Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 77

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 77
SVIPAST UM Á SKAGA 59 dyrnar í Lyngbæ og höggvið og sagað í eldinn eftir þörfum. Þegar ég ríf ungt tré, sem kalið hefnr í vestannepju á síðasta vetri, upp með rótum og hvítur sandur hrynur í holunni, veldur það mér sömu furðu og áður; þetta er ótrúlegur jarðvegur. Ég fylli stóra körfu af viðarbútum og ber hana inn, svo brennið þorni við eldavélina. Börkurinn á dauðu trjánum er mjúkur og floskenndur, og ég gæti þess vel að láta hann tolla sem be/t, þegar ég búta viðinn. Þegar hann er vel þurr, fuðrar hann upp og flýtir fyrir að kvikni í hjá mér, og lyktin af honum er góð og þægileg í stofunni. Meðan ég raða í eklavélina og bíð eftir að eldurinn læsi sig um viðinn, verður mér enn hugsað til landsins liér í kring. Tengsl manns og jarðar er eilíft viðfangsefni, og sífellt rísa ný vandamál í þeirn viðskiptum. Rétt áður en ég fór frá Kaupmannahöfn sá ég býsna fróðlegan fréttaþátt í sjónvarpinu um áhyggjuefni bændanna hér við fjörðinn. Limafjörður er í rauninni sund, sem sker sundur Norður-Jótland. Að vísu var hann ekki opinn til hafs að vestan, en fyrir löngu var grafinn þar skurður í gegnum mjótt sandrif, sem voldug Norður- sjávaraldan flæddi yfir í aftakaveðrum. Limafjörður líkist alls ekki firði nema þá austast, þar sem Álaborg stendur. í honum, eru ýmist djúpir álar eða víðáttumiklar grynningar, og sums staðar breiðir hann úr sér eins og stærðar stöðuvatn. Mikil láglend nes ganga út í hann beggja vegna, og eyjar eru margar. Frá fornu fari hafa verið góðar bújarðir við Limafjörð. Bæði norðan hans og sunnan voru áður á tíð mikil höfðingjasetur með mörgum hjáleigum og kota- búskap. Eins er mikil veiði í firðinum, og skelfiskur þaðan er frægur; Limafjarðar ostrur og kræklingur er fín vara í matvöruverzlunum í Kaupmannahöfn. Á seinni árum hefur sjórinn brotið landið kring- um fjörðinn, svo jarðirnar minnka ár frá ári. Þetta veldur bændum þar hugarangri, og þeir heimta að firðinum sé lokað að vestan. En því mótmæla fiskimenn við fjörðinn; þeir óttast minni veiði, ef ferskur sjór hættir að flæða inn úr báðum áttum. Auk þess hafa risið upp margir hafnarbæir við fjörðinn og í þeim er iðnaður og fjörug verzlun. Þeir misstu drjúgan spón úr aski, ef siglingar minnk- uðu unr fjörðinn. Þannig vegast á ólík sjónarmið, sveitafólkið sér árlega á eftir lieilum landspildum í sjóinn og vill lokun fjarðarins, íbúar strandbæja og þorpa standa á móti. Og ráðamenn og yfirvöld eru eins og milli steins og sleggju. Það er víðar en á Fæti undir Fótarfæti, að annar bróðirinn segir láglendi, en hinn fjall.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.