Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 77
SVIPAST UM Á SKAGA
59
dyrnar í Lyngbæ og höggvið og sagað í eldinn eftir þörfum. Þegar
ég ríf ungt tré, sem kalið hefnr í vestannepju á síðasta vetri, upp
með rótum og hvítur sandur hrynur í holunni, veldur það mér
sömu furðu og áður; þetta er ótrúlegur jarðvegur. Ég fylli stóra
körfu af viðarbútum og ber hana inn, svo brennið þorni við
eldavélina. Börkurinn á dauðu trjánum er mjúkur og floskenndur,
og ég gæti þess vel að láta hann tolla sem be/t, þegar ég búta
viðinn. Þegar hann er vel þurr, fuðrar hann upp og flýtir fyrir að
kvikni í hjá mér, og lyktin af honum er góð og þægileg í stofunni.
Meðan ég raða í eklavélina og bíð eftir að eldurinn læsi sig um
viðinn, verður mér enn hugsað til landsins liér í kring. Tengsl
manns og jarðar er eilíft viðfangsefni, og sífellt rísa ný vandamál
í þeirn viðskiptum. Rétt áður en ég fór frá Kaupmannahöfn sá ég
býsna fróðlegan fréttaþátt í sjónvarpinu um áhyggjuefni bændanna
hér við fjörðinn.
Limafjörður er í rauninni sund, sem sker sundur Norður-Jótland.
Að vísu var hann ekki opinn til hafs að vestan, en fyrir löngu var
grafinn þar skurður í gegnum mjótt sandrif, sem voldug Norður-
sjávaraldan flæddi yfir í aftakaveðrum. Limafjörður líkist alls ekki
firði nema þá austast, þar sem Álaborg stendur. í honum, eru ýmist
djúpir álar eða víðáttumiklar grynningar, og sums staðar breiðir
hann úr sér eins og stærðar stöðuvatn. Mikil láglend nes ganga út
í hann beggja vegna, og eyjar eru margar. Frá fornu fari hafa verið
góðar bújarðir við Limafjörð. Bæði norðan hans og sunnan voru
áður á tíð mikil höfðingjasetur með mörgum hjáleigum og kota-
búskap. Eins er mikil veiði í firðinum, og skelfiskur þaðan er frægur;
Limafjarðar ostrur og kræklingur er fín vara í matvöruverzlunum
í Kaupmannahöfn. Á seinni árum hefur sjórinn brotið landið kring-
um fjörðinn, svo jarðirnar minnka ár frá ári. Þetta veldur bændum
þar hugarangri, og þeir heimta að firðinum sé lokað að vestan. En
því mótmæla fiskimenn við fjörðinn; þeir óttast minni veiði, ef
ferskur sjór hættir að flæða inn úr báðum áttum. Auk þess hafa
risið upp margir hafnarbæir við fjörðinn og í þeim er iðnaður og
fjörug verzlun. Þeir misstu drjúgan spón úr aski, ef siglingar minnk-
uðu unr fjörðinn. Þannig vegast á ólík sjónarmið, sveitafólkið sér
árlega á eftir lieilum landspildum í sjóinn og vill lokun fjarðarins,
íbúar strandbæja og þorpa standa á móti. Og ráðamenn og yfirvöld
eru eins og milli steins og sleggju. Það er víðar en á Fæti undir
Fótarfæti, að annar bróðirinn segir láglendi, en hinn fjall.