Eimreiðin - 01.01.1969, Qupperneq 78
60
EIMREWIN
Þegar líður á morguninn, förum við í ökuferð um byggðina.
Þá veitum við athygli fornfálegum fjórhjóla hestvagni, sent stend-
ur við þjóðveginn. Er hann með sæti fyrir ökumann og einn far-
þega að framan, en að aftan er pallur fyrir flutning; gamall józkur
sveitavagn. Allur er hann skakkur og skáldaður og af göflunum
genginn. En á honum er nýlegt spjald, ekki alllítið, og á það er
letrað skýrum stöfum, en þó ekki nýtízkulegum: Lindarhvoll —
listmunir. Verið velkomin heim að skoða framleiðsluna. I fyrstu
gefum við þessu lítinn gaum, en ])egar við förum að aðgæta betur,
sjáum við, að kerran stendur við heimreið að gömlu sveitabýli. Og
við ákveðum að taka boðinu og aka heim til að svipast um. Heim-
reiðin líkist bæjarbraut á Islandi og stingur í stúf við aðra vegi
liér um slóðir, sem allir eru malbikaðir. Heima við sést enginn
maður úti, en við finnum dyr á gamalli hlöðu eða álíka húsi og
hefur henni verið breytt í sýningarskála. Þar eru alls konar
brenndir leirmunir á hillum og borðum og málverk hanga á
veggjum. Enginn maður sýnir sig lengi vel, og við göngum um og
skoðuni óhindruð. Loks birtist þó ungur maður, skeggjaður, f
klístruðum sloppi, og við spyrjum, hvort við meguin líta á gripina.
Hann jánkar því og hverfur aftur í innri vistarverur. Við höldum
áfrarn að svipast um. Heldur finnst okkur verðið á listmunum
hátt fyrir pyngju fólks með nauman gjaldeyri, en margt er íagurt
og eigulegt. Listamaðurinn lætur ekki sjá sig aftur. Yið kunnum
ekki við að hverfa á brott án þess að gera vart við okkur að nýju,
við ákveðum að kaupa tvær brenndar bjórkrúsir til minningar
um heimsóknina. Við hrópum á listamanninn, teljum fram pen-
ingana og ætlum að ganga út með krúsirnar í höndunum. Þá
rankar hann við sér og segir, að eitthvað muni nú vera til utan
um þær. Síðan vefur hann bréfi utan um krukkurnar og er sýni-
lega öðru vanari. Þetta eru einu viðskiptin, sem við gerum í Dan-
mörku, svo að ekki sé minnzt á momsinn eða 10% söluskattinn,
sem settur var á allar vörur og þjónustu í júlímánuði. Momsinn
er annars eins og rauður þráður í öllum umræðum Dana, bæði í
blöðum og á mannfundum, og ræður geðslagi þeirra og skapsmun-
um. Það þyrfti ekki að koma á óvart, þótt þessi ófreskja. sem
momsinn er, felldi heila ríkisstjórn.
En því segi ég þessa sögu um Lindarhvol, að það er allalgengt
í Danmörku, að ungt listafólk kaupi sér eða leigi sveitabýli við
fjölfarna vegi og setji þar upp listiðnað alls konar. Á Lindarhvoli