Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 79

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 79
SVIPAST VM Á SKAGA 61 búa ung hjón, sem bæði eru listamenn og settust þau þarna að fyrir fáum árum. í fyrstu munu þau hafa lapið dauðann úr skel, en nú er hagur þeirra að vænkast og virðast þau hafa numið sér gott land hérna á rimanum milli Limafjarðar og Norðursjávar. Ekki dugar að leggja árar í bát, þó að rigni. Ég hafði alltaf hugsað mér, að fyrsta daginn, sem við dveldum í Lyngbæ, gerðum við ferð okkar norður á Skaga. Ég hafði mikið lteyrt og lesið um Skaga, nyrzta odda Jótlands, og úr því að við vorum setzt um kyrrt hér norðan við Limafjörðinn, þótti mér einsætt að skoða Skagann. Hin voru alveg ásátt með þetta. En útlitið er ekki gott. Það flóð- rignir. Samt leggjum við af stað undir hádegi og beinum för okkar til Álaborgar, þvert yfir skagann um 65 km leið. En þó tekur fyrst steininn úr, þegar þangað kernur. Þar er úrhellir. Ég fer á hádegisverðarfund í einum ágætum félagsskap, en hin skoða á meðan helztu vöruhúsin í miðborginni, Jrar sem hægt er að vera inni og fá sér matarbita. Mér er tekið vel á fundinum; þarna í Álaborg hitti ég einhverja almennilegustu náunga rneðan á þriggja mánaða dvöl minni í Danmörku stendur. Eftir fundinn vilja þeir endilega gera eitthvað fyrir mig. En ég þarf einskis með. Presturinn í hópnum gengur nrest fram í að bjóða mér einhvers konar fyrirgreiðslu. Ég segi eins og satt er, að ég þurfi einskis með nema þá helzt gott veður. Eiginlega hafi ég verið á leið norður á Skaga, en ekkert vit sé í því í þessu veðri. Bíðum við, segir hann og víkur sér frá. Að vörmu spori kemur hann aftur og segir: Það er að birta til norður á Skaga, sólin veður í skýjum og hætt er að rigna. Ég þakka honum fyrir og kveð hann innvirðulega. Ég segi konunni og piltunum frá þessu fyrirheiti hins góða klerks, en þau eru vantrúuð. Regnið hvolfist bókstaflega úr loft- inu, og útlitið er ekki árennilegt til norðurs að sjá. Hins vegar finnst okkur ekki ótrúlegt, að presturinn hafi góð sambönd, og auk þess eru um 100 krn norður á Skaga. Veður gæti skipazt á ýmsa vegu á þeirri leið. Við látum því slag standa, og ökum sem snöfurlegast yfir brúna á Limafirði, sem þarna er örmjór. Álaborg er sunnan við brúna, en að norðanverðu við hana er minni bær, Norðursund, sem er sérstakt sveitarfélag, og standa nú yfir um- ræður um að sameina bæina, Jrótt seint gangi. Sameining ýmissa sveitarfélaga er víða mál málanna í Danmörku um þessar mundir, en það vill vefjast fyrir samningsaðilum og dragast á langinn. Hér í Álaborg og Norðursundi sýnist mér, ókunnum gestinum, að að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.