Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 80

Eimreiðin - 01.01.1969, Síða 80
62 EIMREWJN stæður séu einna líkastar því, að byggðin utan brúar á Selfossi væri sérstakt sveitarfélag. En þeir hafa sjálfsagt aðrar meiningar um þetta, íbriar bæjanna. En það er skemmst af veðrinu að segja, að þegar við erum hálfn- uð norður á Skaga, styttir alveg upp og birtir í lofti. Er ágætt veður meðan við dveljumst norður þar og skoðum bið markverð- asta, sem þar er að sjá. Jótland mjókkar æ því norðar sem dregur og teygir að lokum nyrzta oddann eins og boginn fingur til hafs, þar sem Skagerak og Kattegat mætast. Er skaginn nyrzt ekki nema 5—10 km breiður, en yzta totan er örmjó og bendir í austur. Nefnist hún Greinin. A Saganum hefur um langan tíma ríkt sérstakt andrúmsloft, og þá auðvitað fyrst og fremst á sumrin, þegar sólin skín og sjór og sandur er volgur. Þar hefur blandazt á hugþekkan hátt fábreytt og venjulegt líf fiskimanna og litríkt og tilbrigðasamt listamanna- líf. Kútterar úti fyrir ströndinni og listasöfn á landi uppi vitna um þennan tvíleik í lífi fólksins. Ofan í þessa blöndu hefur svo á síðustu áratugum hellzt drjúgur ferðamannastraumur. A Skaga er samnefndur bær með um 11000 íbúa, þegar sumar- gestir eru flognir. Stendur hann austan á skagnum, við Kattegat eða Álalækjarbug, og er snyrtilegur og vingjarnlegur bær. Vestan á skaganum, við Skagerak, er örlítið þörp, Gamli-Skagi, — eftir- sóttur baðstaður með ferðamannabúðum, hótelum og tjaldstæðum. Skagahöfn er ein mesta fiskihöfn Danmerkur, og þegar við komum niður á bakkana, er einna líkast og komið sé á Grandagarð í Reykjavík, kútterar skipta mörgum tugum og siglutrjáaskógurinn er þéttur og margbreytilegur. En misseri ferðafólks og listamanna er að mestu liðið; í dag er 18. september, og því er ró og kyrrð í bænum. Þó sjáum við stúlku sitja við málaratrönur á leið okkar út á Greinina, og skeggjaður einmani situr á klöpp við sjóinn og les í bók. Mundi þar ekki skáld á ferð? Þetta eru vaflaust síðbúnir farfuglar, sem ekki eru flognir. Uppi á hæð úti á Greininni hefur verið reist stórt nýtízku sumarhótel, með danssölum og miklum svölum. Þaðan sér yfir yzta odda landsins, þar sem tvö höf mætast og straumar svelja við ströndina. Land er hér heldur nöturlegt; á skiptast melgrashólar, sandöldur og klapparhryggir. Er það látið óhreyft, svo ferðafólk njóti náttúrunnar ósnertrar af manna höndum. En fjöruborðið er alls staðar fínsendin baðströnd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.