Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 88

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 88
70 EIMRE13JN ur henta samskipti við drauga á síðkvöldum en verja fémuni þinna lánardrottna. (Lítur út.) Hafa Þeir nú hrundið fram karfa Þorfinns, er aldrei setja færri en þrír tygir manna. Er sýnt, að hér eru berserkir að verki. Grettir (sprettur upp): Setið er nú meðan sætt er. Ætla þeir að bjóða sér sjálfir heim og mun eg því út fara og leiða þá til stofu. (Fer.) Húsfreyja: Mikil ógæfa hefur hér að höndum borið, hversu sem úr rætist. Þykir mér og tortryggilegt liðsinni Grettis. Kann og fyrir eitt að koma við slíkt ofurefli, sem er að etja. (Fer.) (Grettir, Þórir þömb, Ögmundur illi og fleiri berserkir koma inn.) Grettir: Mig fýsir mjög að vita, hvaða manna þið félaga eruð, er svo vaskelga gangið fram, eða hvað heitir formaður yðvarr? Þórir: Þórir lieiti eg, kalla sumir manna mig þömb. Hef eg og margan hraustan garp undir borð drukkið. Er eg formaður vor kompána. Hér er og Ög- mundur bróðir minn. Erum við 12 saman. Væntir mig, að Þor- finnur bóndi hafi heyrt vor get- ið. En hví fagnar hann ekki gestum sínum? Cjrettir: Gæfumenn miklir munið þið vera, því að þér hafið hér góða aðkomu, ef þeir eru menn- irnir, sem eg ætla. Bóndi er heiman farinn með alla heima- menn sína, þá sem frjálsir eru. Þórir (til Ögmundar): Fór nokkuð fjarri því, er eg gat til? Er mér það nú í hug að hefna á Þorfinni að hann hefur gert oss útlæga. Grettir: Þá fer vel saman, því hús- freyja er heima og dóttir bónda og ef eg þættist eiga nokkurn mótgang að gjalda, þá vildi eg helzt þann veg að koma, því hér er hvað það er hafa þarf, bæði öl og annar fagnaður. Ögmundur: Þessi maður er næsta góður að tíðindum. Þurfum við ekki að togast eftir orðum við hann. Grettir: Orða sinna á hver ráð, og gera skal eg ykkur slíkan for- beina, sem eg má, og verið vel- komnir og gangið til sæta. Húsfreyja (í dyrunum): Hverjum fagnar þú, Grettir, svo alvar- lega, að þú býður ókenndum mönnum til stofu, sem húsráð- andi. Grettir: Það er ráð húsfreyju að fagna vel gestum þessum. Er hér kominn Þórir bóndi þömb og þeir 12 saman. Ætla þeir að sitja hér um hríð. Húsfreyja: Eigi tel eg þá með bóndum eða góðum mönnum. Eru þeir hinir verstu ránsmenn og illvirjar. Launar þú illa Þor- finni, er þú tekur svo létt jjeirra máli, en hann tók þig af skip- broti félausan og hefur haldið þig í vetur, sem frjálsan mann. Grettir: Allgóð er koma slíkra gesta, þar eð við áttum heldur fámennt áður. Er og betra nú fyrst að taka vosklæði af mönn- um en ámæla mér, þess mun lengi kostur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.