Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1969, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1969, Page 92
74 EIMREIÐJN Satt er það, sem sagt er, að lengi skal manninn reyna. Ekki hugði eg þig slíkan afreksmann, sem nú er fram komið. Munu fáir þínir líkar þeir, sem nú eru uppi. Grettir: Ekki mun traust þitt á mér hafa verið það mikið, að erfitt væri upp að fylla, en satt er það, að fyrst reynir á kapp- ann, þegar á hólminn er komið. Og hafa hér að vísu gjörst tíð- indi nokkur. Þorfinnur: Það mæli eg nú til þín, er fáir munu mæla til vina sinna, að eg vildi að þurftir eitthvert sinn manna við og vissir þú þá, hvort eg gengi frá þér fyrir nokkrum manni, ella fæ eg ekki launað þér sem vert er. En fremst skaltu haldinn minna manna meðan þú vilt þiggja. Grettir: Þegið hafði eg fyrr af þér mannvirðing nokkra, ef boðin hefði verið, en þó mun eg þiggja vistarboð þitt enn um sinn. En ferð hef eg hugað bráðlega á fund Þórkels bónda á Sjálfti. Þorfinnur: Þá er þú ræðst héðan til burlferðar, skulu þér og til reiðu peningar og annar farar- eyrir svo mikill sem þú vilt á kjósa. Grettir (þungbúinn): Lítt hirði eg um fémuni þína, nema til skot- silfurs, en það ætla eg, að írænd- um mínum úti á íslandi muni þykja eg helzt til lítið til jarð- teikna um þá atburði, er hér hafa orðið, þótt eg færi með sjóð nokkurn. Er eg og ekki auðshyggjumaður. Húsfreyja: Þess minnist eg nú, að þá er Grettir bar fram gripi þá, er hann sótti í haug Kárs hins gamla, að honum stóð mjög hug- ur til sax þess hins góða, er hann hefur nú svo frækilega borgið með heiðri mínum og sæmd þinni, Þorfinnur, bóndi minn. Þorfinnur tekur saxið): Vel er til mælzt, enda skal nú ekki lengur undan draga. Tak þú saxið, Grettir, ættargrip vorn og njóttu svo vel sem þú hefir drengilega til unnið. (Fær Gretti saxið). Grettir: (Glaður, bregður saxinu, gengur fram). Fékk í fyrna dökkum (féll draugur), tekið hugi sax Jjað seggja vexir. Súr hyr lestir báru, og skyldi mér aldrei alms dyrr logi hjálmu ítum hættur, ef ættak angurs hendi fyrr gangur. Tjaldið. V. ÞÁTTUR. Fyrsta atriði. Stofa Þorkels á Sjálfti. Þorkell bóndi og nokkrir heimamenn eru í stofu. Grettir liggur á fleti með feld yfir sér. Björn kemur inn. Björn: Eg segi góð tíðindi, Þorkell frændi. Höfum við nú fundið híðið bjarnar þess hins grimma, er eytt hefir fé voru nú um hríð. Þorkell: Mæl þú manna heilastur. Er mikils um vert, að bólstaður dýrsins er fundinn. Þótt hinn hluturinn sé eftir að vinna Joað. Eða hvar segir Jiú felustað þess vera?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.