Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Side 39

Eimreiðin - 01.09.1970, Side 39
ÁRN I THORSTEINSON 183 hjónin hurfu af landi brott, svo liætt er við að sú list hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá barninu. Á landfógetaheimilinu var píanó og á það lærðu þeir bræð- urnir Hannes og Árni að spila hjá frú Önnu Petersen. Hannes var nokkrum árum eldri og varð síðan bankastjóri íslandsbanka. Píanó er því hljóðfærið, sem Árni lék á eftir það. En það var önnur músík, sem bæjarbúar þekktu betur, en það var lúðramúsíkin. Lúði'asveit Helga Helgasonar lék oft á góð- viðrisdögum á Austurvelli eða annars staðar bæjarbúum til skemmtunar. Þetta var 6 manna flokkur og hét Lúðurþeytarafé- lag Reykjavíkur og var stofnað 1876. Árni tók eftir því, að lúðra- sveitir af herskipum í höfninni, dönskum og frönskum, sem stundum léku í landi, voru miklu betri, enda hver maður kunn- áttumaður á sitt hljóðfæri. Helgi vann þó merkilegt brautryðj- endastarf, því að upp úr hans litla lúðraflokki þróaðist hljóð- færalistin og er nú orðin eins og við þekkjum hana hjá Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitinni Svanur. En sú rnúsík, sem fólkið var opnast fyrir, var söngur, ekki sízt kórsöngur. Þá var „Harpa“ Jón- asar Helgasonar í fullu fjöri og söng við og við undir beru lofti bæjarbúum til skemmtunar. Þá var útisöngur skólapilta á skóla- tröppunum ávallt skemmtileg til- breyting í bæjarlífinu. Flestir bæjarbúar bjuggu þá í kvosinni milli Þingholtsstrætis og Grjóta- þorpsins. I lognkyrrðinni hljóm- aði söngurinn um bæinn og veg- farendur staðnæmdust og marg- ir skunduðu til að hlusta. Hall- dór Jónasson frá Eiðum hefur lýst þessu þannig í eftirmælum sínum um Bjarna Þorsteinsson: „Fyrr á dögum, þegar listin var í bernsku, var hér sannnefnt tón- listarhungur allra söngvina; þá þyrsti í söng og tóna. Ef einhvers- staðar heyrðist órnur af söng eða hljóðfæraslætti, létu menn allt annað kyrrt liggja og þutu til úr öllum áttum til að hlýða á.“ Þetta er rétt lýsing á þeim mús- íkþorsta, sem þá var hjá fólki. Þessi siður hélzt hjá karlakórum í Reykjavík út öldina og lengur, en nú heyrist ekki karlakór syngja úti nema á þjóðhátíðar- daginn eða við önnur slík tæki- færi. Reykvíkingar eru ekki leng- ur eins og stór fjölskylda eins og hún var í gamla daga. Árni Thorsteinson kom í lærða skólann haustið 1884, þá nýfermdur. Söngkennari skólans var Steingrímur Johnsen, móður- bróðir hans. Hann tók við stöð- unni af Pétri Guðjohnsen, sem andaðist 1877. Steingrímur fetaði í fótspor fyrirrennara síns og lét

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.