Alþýðublaðið - 13.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1923, Blaðsíða 2
s ÁLblf&UBLÁÖll^ Kraffaverk, sem fjöldimi getar gert. í >Víst« nýlega var sýnd nógu skýrleg mynd af »frjálsri sam- keppnix, eins og hún þróast hjá bifreiðarstjórum, en ekki verður séð, að þar sé um neitt sérstaklegt að ræða, því að állir vita, að í »frjálsri samkeppnix eru menn féflettir »eftir nótum«, hvenær sem við verður komið, cg ekki verður heldur séð, hvers veslings bifreiðastjórarnir eiga að gjalda að vera ritnir út úr samhengi við aðra samkeppis- menn, því að ekki verða þeir síður en aðrir að bjarga sér eins og bezt gengur. En hitt hefði mátt benda á, að eina ráðið til þess að koma í veg fyrir féflettingu við bifreiðaflutn- ing sem annars staðar er, að bæjar- eða ríkisfélag starfræki ferðirnar. Almenniugur væritrygg- ur fyrir fjárráni, og bifreiðastjór- arnir hefðu ekki verri, heldur betri atvinnu og oftast með heið- arlegri hætti. En slík samkeppnisbrögð, sem lýst var í »Vísi«, tíðkast engu síður f almennri verzlun og verða þær útdráttarsamari fyrir almenn- ing en bifreiðaflutningsgjaldið. Kanpmenn hafa afsökun í sam- keppnis-erfikenningunni og trú fólksins á þá vitleysu, en al- menningur í sljóskygni sinni gegn um moldviðrið, sem þyrlað er upp af postulum vitleysunnar, riturum au^valdsblaðanna Undir þessu meini þjást menn, og flestum finst sem kraftaverk, ef úr tækist að bæta. í>ó er það gerlegt. Það er, ef það er kraftaverk, þá kraftaverk, sem fjöldinn getur gert, efhann rfs úr bosinu. Tvær eru leiðirnar. Sú betri er erfiðari um sinn, að koma að minsta kosti allri náuðsynjaverzl- un í hendur ríkisins. Eu hin er fær undir eins, sú, að kaupend- urnir taki verzlunina sjálfir í sínar hendur. t>að er gleðilegt, að svo er að sjáj sem augu manna séu að opnast fyrir þessu. Menn eru farnir að sjá, einnig hér í R^ykjavík, þar sem mest er moidrykið, að með því að sam- Al|)p»brauðgerðin framleiöir að allra dómi beztu brauðin í öæmiirs. Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum eiiendum mylnum og aðrar vörur frá helztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- geiðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. eina viðskiftin sem mest á einn stað nýtist bezt starf og annað, sem fyrir þeim er haít, og þeir hegða sér eftir því. Verzlun við Kaupfélagið hér eykst dagvöxtum. Sjándur. Rittregn. Alþýðufyrirlestrar V. Vatlis- lækningar eftir Þórð Sveinsson geðveikralækni.1) — Bókaverzlun Guðm. Garaalíelssonar. Sumir læknar verða að heyja látlausa baráttu árum saman við sjúkdóma þá, er taldir eru lítt læknandi, Það er vanþakklátt verk og þreytandi. Reynir oft mjög á þrautseigju og bjartsýni slíkra bardagamanna, áð þeir fyllist ekki örvæntingu um árang- ur, þegar fátt eitt verður til að gefa vonir. Þeir menn, er hafa haft náin kynni af slíku stríði, ættu að minsta kosti ad vara færir um að meta hverja tilrauu, er læknár gera, til að hnekkjá kúgnn sjúkdóma, er flestir verða að telja gleði- og gæfu-þjófa. Margír slíkir menn verða gagn- teknir innilegri gleði í hvert skifti, er þeir vita, að læknirinn tekur til að nota »nýtt lyf« eða »nýja aðferð«. Og hugheilar árnaðaróskir fylgja tilraunum 1) Lesendur minnist þess, að út- komu rits þessa má flestu fremur þakka þvi, að >Alþýðublaðið« kom hreyfingu á umræður um geðveikra- lækningar á Kleppi með því að taka grein um það mál í votur. Ri t 8 t j . læknisins, hvert sem lyfið er eða aðferðin. Sá, er þetta ritar, hefir horft á slíká baráttu í heifan aldar- fjórðung að heita má. Hann hefir séð, hvernig óvinurinn hefir orð- ið að hopa fet fyrir fet undan viðleitni læknisins. Viðleitni hans hefir orðið meira virði en flestir gera sér í hugarlund, þótt hún hafi ekki orðið tii þess að stökkva sjúkdóminum alveg á flótta. Fyrirheit um sigur gegn sjúkdómum er fólgið í viðleitni lækna. — Þórður læknir Sveinsson hefir hlotið það æfistarf að berjast gegn þeim sjúkdómi, er oít og tíðum reynist ólæknandi. Fyrir því er og gleðilegt að sjá, að hann er einn þeirra samherja sinna, er hefir ekki brostið kjark til að berjast, — að reyna eitt, ef annað dugar ekki, í stað þess að lúta óvini sínutn í þrjózku- blandinni undirgefni. En það verður hver sá læknir að gera, er á einskis annars úrkosta en að sætta sig við ótakmörkuð yfirráð þess sjúkdóms, er hann á í höggi við. Erirdi þetta flutti Þórðuf iæknir Sveinsson síðast liðinn vetur. Sagt var, að færri hefðu heyrt þáð en vildu sökum þess, að lækningar hans hafa vakið mikið umtal, þar sem sumir eru með þeim, eu aðiir á móti eins og gengur, þegar um nýung er að ræða. Var því gott, að er- indið kom á prent. Eriudi þetta er vel og skipu- lega samið, sem vænta mátti. Segist höf. háfa stundað þessar lækningar síðan 1910, og hafi þær gefist betur og borið fljótar árangur gegn sumum tegundum geðveiki ea aðrar lækningarað- ferðir, er haun hefn reyut. Fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.