Alþýðublaðið - 14.06.1923, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 14.06.1923, Qupperneq 1
 Geílö út af Alþýdnflokknum *923 Fisntudagino 14. júní. 132. tölubiaS. Viasamleg áskonn til arftýðii manna í Reykjavík. Um langt skei'ð nutu íslenzkir stúdentar sérstakra hlunninda við nám í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu forréttindi til Garðs-vistar og j'Kommunitets<-styrksins.1) í>etta varð til þeös, ai flestir íslenzkir stúdentar fóru utan og lásu við Hafnarháskóla. Með sam- bandslögunum voru þessi hiunn- 1ndi af tekin víst í óþökk allra íslenzkra stúdenta. Fyrir þá sök verða .nú flestir þeirra að lesa hér við háskólann. Styrkur nokkur er veittur, bæði húsaleigu- og náms-styrkur, en hann er eðlilega afar ótull- nægjandi. Fátækir sveitapiltar, sem engánn eiga að, þurfa að taka lán á lán ofan til áð geta staðist straum að öllum þeim gífurlegu útlátum. Herbergi og fæði mun óhætt að reikna ca. kr. 150,00 — 165,00 á mánuði. Bætast þar á ofan dýrar bækur, föt, þjónusta og annað, sem óhjákvæmilegt er. Samkvæmt skýrslu Stúdentaráðsins 1921 skulduðu margir stúdentar kr. 3000,00 — 5000,00 í bönkum og annars staðar. Það er auðskilið mál, að þetta er ilibærilegt þeim mönnum, sem stunda erfitt nám. Stúdentar verða flestir að vinna á sumrum, taka lán á vetrum, og svo gefasf margir upp vegna fjárhagserfiðleika. Stúdentaráð Háskóia íslands hefir tekið sér fyrir hendur að koma upp stúdentagarði með tilstyrk allra Islendinga. Fyrirhugaður stúdantagarður með 50 íbúðum og íbúðum fyrir dyravörð, ráðsmann og þjónustu- fólk, hátíðasal (til fundahalda), 1) Híest kr. 1600,00 k ári á inaun. lestrar- og bóktírherbergi. Ieik- fimissal, baðklofum, eldhúsi mat- arsal o. fl. kostar eftir núver- andi verði á byggingareínum kr. 450,000,00. Ætlunin er að byggja fyrst 40 íbúðir og síðar 10 og annað, sem bíða verður. Myndi sú bygging kosta ca. 300,000,00. 1. desember s. 1. byrjaði sala happadrættismiða þeirra, er al- þekfir eru hér á landi. Kosta þeirkr. 1,00 og eru alls 100 000,— ein króna á hvern landsbúa. Á meðal vinningana eru 5 stand- myndir eftir Einar Jónsson (þar af 1 frummynd), 15 málverk e'ftir beztu málara vora, peninga- vinningar, kr. iooo.oo, 600,00, 200,00, 100,00 og 100,00, auk margs annars. Fyrir skömmu gaf Sigvaldi S. Kaldalóns garðinum fyrirhugaðá 3000 eintök skrautprentuð af hinu nýja lagi sínu, »í>ú nafn- kunna Iandið«. Bsra honum þakkir fyrir. Er hann hugulsam- ari en stjórnendur þessa lands eru gagnvart honum. Er iagið helgað garðinum. Það er selt m. a. í Hljóðtærahúsi Reykja- víkur og hjá bóksölum. Kostar að eins kr. 1,50. Tón Sigurðsson frá Kallaðar- nesi hefir gefið garðinum íslenzka þýðingu af »Pan< eftir Knut Hamsun. Verður hún gefin út mjög bráðiega, tölusett, á úr- vals-pappfr. Kostar eintakið kr. 12 00 fyrir áskrifendur (vísast annars til auglýstngar hér f blaðinu stðar). 17. júní n. k. verður aírnenn sala á happadrættismiðunum og lagi Kaldalóns. Er skorað á ungar og ógittar meyjar að taka miða til sölu. Þeir verða afhentir þeim n. k. föstudag, laugardag óg sunnudag. Verður síðar aug- lýst nánara um það. Það eru ekki að eins tilmæli mín, heldur eindregin áskorun, að aíþýða mamu hér í bæ geri Á fðstndaginn kl.‘8 síðd. byrja æfingar í söng- félaginu Bragi undir væntanlega skemtllör verkalýðsfélaganna. — Skorað á alla að mæta stund- víslega. Stiórnin. sitt til a8 hrinda fram þessu máli. Margir ungir alþýðumenn munu, þó síðar verði, njóta góðs af. Hér er ekki um að ræða fjár- söfnun í hégómlegum eða eng- um tilgangi. Hét' er eitthvað fyrir að vinna. 17. júaí eru menn vanir að láta eitthvað af hendi rakna við íþróttafélögin. Styrkið í þetta sinn fátæka stúdenta, — léttið ungum alþýðumönnum etfið námsár. Það verður gert! 13. júnf 1923. Hendrik J. S. Óttósson. Erlend sfmskejtL Khöfn, 13. júuf. Próf Islendlnga í Höfn, Kristinn Ármannsson hefir lok- ið embættisprófi. f gtísku, ladnu og ensku og Jón Emil Ólafsson í lögum, báðir með fyrstu ein- kunn. Bretar og Ltússar. Frá Lundúnum er sírnaðí Ráðstjórnin rússneska hefir tjáð sig fúsa að ganga að kröfum Englendinga. Fró Búlgarín. Frá Belgrad er símað: Stam- bulinsky hefir komið á fót her 50000 bænda, vel búinna að vopnutn, gegn stjórn byltinga- mánna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.