Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 6
2 Æ G I R. fiskimanna af völdum »Golden Sunrise« höfum viö haft tal af skipstjóranum viö komu hans hingað og segist hann ekkert vita um pennan skaöa, Hann skýrir oss ennfremur frá, aö ís- lenzkir íiskimenn hali engin ljósdull viö veiö- arfæri sín um nætur, þó þau sé látin liggja, sem geri það aö verkum aö ómögulegt er aö varast þau. Við munum þessvegna ekki taka oss neina ábyrgö á hendur þessu viðvíkjandi. Yflrforinginn hefir afhent hlutaðeigandi manni fyrnefnda upphæð. Það er eðlilegl, að skipstjórinn beri fyrir sig, að ómögulegt sé, að sjá dufl eða önnur veiðarfæramerki á næturtíma, og er það áríðandi, að menn aðgreini vel veiðarfæri sín, svo að hotnvörpungar að minsta kosti geti ekki borið það fyrir, að þeir hafi ekki séð þau. Og eru Ijós- ker á nóttunni nauðsynleg í þessu tilliti. Löggæzla á sjónum. Eigi ósjaldan hefir oss borist til eyrna; að fiskimenn yfir liöfuð virða ekki eins vel lielgi eignarréttarins á sjónum eins og vera her. Mönnum er gjarnt á að skoða sjóinn sem ahnennings eign, og þar sé að eins ein lög sem gildi, sem sé réttur liins sterka. Dæmi eru til að menn hafa skemt og skorið veiðarfæri hvor fyrir öðrum og bakað þannig tjón sem hefir miklu numið, og sá sem heíir orðið fyrir skaðanum hefir orðið að þola hann bótalaust. Ef um lítil fiskimið er að ræða, þar sem margir íiska á, er eðlilegt að verði »þröng á þingi«; en það getur alls ekki gefið ástæðu til að menn beiti gjörræði eða sýni yfirgang í þvi að skemma eða ónýta veiðarfæri annara. óviljandi getur það oft að horið, að veiðarfæri lendi saman og geta verið margar orsakir til þess, en þá her altaf að liafa það hug- fast að greiða þau vandræði, sem af því hljótast á þann hátt, að sem minst tjón af hljótist fyrir hlutaðeigendur. A þilskipum sem fiska með handfær- um getur slíkt aldrei komið til greina, þar á móti eru skip sem stunda veiðar með reknetum og skip, og bátar, sem fiska með lóðum oft og einalt undirorpn- ir áhættu með að lenda saman, sem get- ur orsakað skemdir. Eins og sjá má á eftirfarandi kaíla, sem hirtur er úr ársskýrslum }’íir Lófóts- veiðina 1906 eru þar kvartanir í líka átt, kaflinn er á þessa leið: »Reglusemi á sjónum er ekki hægt að telja g'óða. Einn gæzlumannanna segir hreint og beint, að hún fari versnandi ár frá ári. Þess ber að geta, að þau lóðaskurðarmál, þar sem liægt er að fá þær sannanir, að refsing verði mögulegt að heita, eru auðvitað mjögfá. Flestum þessara afbrota er alls ekki sagt frá, því að engin vitni eru við nema sá seki sjálf- ur. I ár kvarta menn mest undan þeim, er fiska á þiijubátum og gufuskipum. Þetla er ekki hægt að laga, nema fiski- mennir sjálíir betri sig, og taki tillit til eignarréttar annara, en baki ekki félög- um sínum tjón og eignamissi, þegar sneiða má hjá slíku«. Yér eigum lög sem á að haga sér eftir, frá 2. marz 1903, og með því að þau eru ef til vill ekki eins kunn almenningi eins og vera skyldi, þá leyfum vér oss að taka þátt úr þeim um löggæzlu við fiskiveiðar. Löggæzla við fiskiveiðar. 12. gr. Eigi má neitt fiskiskip frá sól- setri lil sólaruppkomu varpa akkerum á sviðum, þar er reknetafiskarar hafa sett veiðafæði sín. Þó á bann þetla eigi við, er slcip heful* orðið fyrir tjóni eða er í annari nauð statt og fyrir því leggst fyrir akkeri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.