Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 9
ÆGIR. 5 Hann ætlar að koma netjunum sinum undir ís- inn------i sjóinn. Pví að Arni væni veit, að fiskurinn getur líka lit'að undir ísnum. Og altaf er vonin lians vakandi. Hún gerir lifandi síld úr ísflísunum, sem lirðkkva upp úr vökinni. Og Árni væni lierðir sig að höggva--------»Ein- hver verður að brjóta ísinn.« Og Árni væni rær oft með línu og handfæri, þó enginn annar geri það. Oft hefi eg séð liann standa í bátnum sínum, aleinan — og keipa færinu, þó allir aðrir sjómenn væru í landi. Og þegar Árni væni aflar eitthvað, þá fer liann með veiðina í land og selur þeim sem sváfu, þegar hann lagði frá landi. Stundum er veiðin svo lítil, að engum þykir borga sig að »leggja út á djúpið« með honum. En Árni væni lofar guð fyrir lítið. Hann er innilega ánægður, ef liann fær eitthvað, þó það sé minna en hann vænti. Ef hann finnur, þó ekki sé nema — síldarhaus í netinu sinu, þá þykir lionum það »góður votturw. Hann veit, að höfðinu fylgir vanalega eitthvað meira. Og þá hefir fleira cn eitt verið við netið hans i nótt. Og alltaf er vonin lians vakandi. Hún bætir aptan við höf- uðið, því sem af var tekið. og skapar margar heilar sildir úrstráunum ogruslinu, sem í netið hefir borist. Og .Arni væni sökkur netinu sínu aftur — í sjóinn. Því hann veit að fimm brauð og tveir fiskar« geta mettað margan mann, ef vel er á haldið. En þegar Árni væni kemur með milda veiði eftir langt afleysi, þá þjóta menn á stað með veiðarfæri sín — hver sem betur getur. Því það er öllum Ijóst, að ekki á Árni væni allan sjóinn — og því síður alt, sem i honam er. Og stundum afla þeir ekkert. Þvi Árni væni var búinn að selja fiskinn, sem liann liafði fengið, jneðan veiðarfæri þeirra lágu í landi. Þann fisk gátu þeir ekki aílað aftur. En stundum afla þeir líka mikið — miklu meira en Árni væni sjálfur. Því netin hans voru orðín slitin og skemd af því að vera þarna á verði — liggja altaf í sjónum og híða -— bíða eftir »nýju göng- unni«, sem Árni væni hafði einlægt átt von á—- einn. Og þegar aflinn er búinn, þá róa allir í land, láta net sín inn og — hvila sig, nema Árni væni. Hann lætur net sín liggja. Hann stendur einn á verði og bíður eftir nj’’rri gaungu. Margir segja, aðÁrnivænisé mesti »Gyðingur«. Þeim Jjykir fiskurinn hans dÝr. En Árni væni selur fiskinn sinn með góðri samvisku. Iíann veit og finnur, að hann hefir unnið fyrir honum. Enginn veit belur enn hann, hvað það kostaði að fá hann. Morgun eftir morgun hal'ði hann róið út, meðan aðrir sváfu. Nótt eftir nótt höfðu netin hans leigið i sjónum og slitnað, meðan aðrir geimdu veiðafæri sín á óhultum stöðum. Dag eftir dag hafði liann hagrætt netj- unum sínum og leitað og beðið eftfr »gaungunni«, sem cngin átti von á nema liann. Og þegar hann loksins fékk aílann, sem verið var að ó frægja hann fyrir, livað hann seldi dýrt, þá var hann aðeins erfiðislaun margra kaldra morgna, hvíidarlausra daga og ömurlegra áhyggjunótta — erfiðislaun, sem enginn vildi vinna nema hann, Og Árni væni veit — og allir ættu að finna það — að vörðurinn — vökumaðurinn, sem einn stendur áveðurs í öllum vindum, horfir andvaka auga og lilustar liljómnæmu eyra eftir einhverju því, sem öðrum má að góðu verða — hann er verðugri launa en lasts. Ættum við alstaðar slíka útverði sem Árna væna, þá væri þjóð vorri betur horgið. Því Árni væni vakir þegar aðrir sofa. Hann leitar að auði — í djúpum hafsins, meðan aðrir sitja í landi og liafast ekki að. Hann er einn þeirra fáu, sem æíilega eiga netin sín í sjónum, því vonin hans er æfinlega vakandi. Eg ætla að vona, að vonin hans Árna væna sofni aldrei, þó sjálfur sofni hann svefninum langa. Ef slík stjarna blikaði jafnan yíirþessu landi, þá yrði okkur bjartara skammdegið. Geysir. Mjög mikið af smásíhl hefir komið inn á alla firði fyrir Vesturlandi i vor og sumar, svo þar hefur verið næg beita. Á öllum fjörðunum hefir verið meira og minna veitt. Botnvörpnskip eru með fæsta móti við Island nú. Englendingar margir í Hvítahafinu og Frakkar og Þjóðverjar við sildveiði við Shet- landseyjar og við hotnvörpuveiðar suður við strendur Afriku og Spánar. Mótoriiátar Lauritzsens konsúls frá Esbjerg, sem kornu liingað í vor og fiska frá Patreks- firði og Bíldudal liafa fiskað heldur illa og eru yfir liöfuð óánægðir með lýrirkomulagið á út- gerðinni. Borin von er á því, að þessi útgerð borgi sig að minsta kosti ekki í sumar. Er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.