Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1907, Qupperneq 1

Ægir - 01.08.1907, Qupperneq 1
MÁNAÐARRIT UM ÆGIR. FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. Reykjavík, Ágúst—Sept. 190 7. 2.-3. blai 3. árg. | Um hvirfilstorma og liyersu þá sliuli ýarast. Brot úr fyrirlestri eftir Pál Halldórsson, skólastjóra. Orsök til vinda er munurinn á loft- þunga á ýmsum stöðum. Loftið færist alt- af þaðan, sem loftþunginn er meiri þangað sem hann er minni og myndast við það vindar; en orsökin til breytinga loftþung- ans fer mest eftir breytingum á hita og raka loftsins. Sé loflið einhversstaðar heitara en um- hverfis, Ijettist það og leitar upp á við, en kaldara loft og þyngra streymir þar að, til þess að koma á jafnvægi aftur, og mynd- ast þannig tveir vindar; annar fer þangað sem heitara er, með ytirhorði jarðar, en hinn (heita loftið) fer heint upp eða út frá jörðu og ofar í gagnstæða átt vindin- um með yfirborði jarðar. Vindar myndast þá þannig, að loftið færist frá þeim stöðum, sem loftþunginn er mikill (eða loftvog stendur liátt) á og lil staða, sem loftþunginn er lítill (eða loftvog stendur lágt) á. Ekki er því þó þannig varið að loftið eða vindurinn fari beina leið á millum þessara staða og orsakast það af snúningi jarðar. Við miðjarðarlinu er snúnings- hraði jarðar 900 enskar mílur á klukku- stund eða 1475 fet á sekúndu, en á okk- ar breiddarstígi er snúningshraðinn 392 enskar mílur á klukkustund eða 642 fet á sekúndu. Af þessu leiðir, að ef loftvog stendur hátt t. d. fyrir norðan miðjarðarlínu og enn norðar stendnr loftvogin lágt, þá myndast suðlægur vindur; gufuhvolíið á fyrri staðn- um, nær miðjarðarlínu, fer með meiri hraða í austur, heldur en á nyrðri staðn- um og fyrir því verður vindstefnan milli suðurs og auslurs. Lögmál vindstefnunnar í sambandi við loftþungann er annars í stuttu máli þetta: Á norðurhelmingi jarðar blæs vindurinn þannig, að snúi maður bakinu beint í vind- inn er minstnr loftþungi (lægst loftvog) skáhalt framundan til vinstri handar. Á snðurhelmingi jarðar blæs vindurinn þaiinig að snúi maður bakinu beintí vind7 inn er loftþrýsting minst skáhalt framund- an til hœgri. Jeg hafði ásett mér að minnast hér að eins á liættulegustu vindana, hina svoköll- uðu livirfilvinda (Cyklon), og henda á, hvernig menn eiga að beita skipum sínum í slíkum ofviðrum. Og þá að eins á norð- urhelmingi jarðar. Hvirfilstormar eru fremur sjaldgæfir á háum breiddarstigum, en þar á móti líð- ari á lágum breiddarstigum; en þegar þeir koma fyrir á háum breiddarstigum eru þeir mjög hættulegir. Svæði það, sem hvirfilstormar ná yfir er mjög misjafnt, þvermáli þeirra getur mismunað frá 100—1000 enskra mílna. — Hvirfilvindssvæðið er talið bj'rja þar seni vindhraðinn nær lámárki storms, eða 60

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.