Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. J Reykjavík. Nóvember og Desember 1907. |6.—17. blað. íslenzkur saltfiskur í lægra verði en norskur. Hvað veldur? Á skýrslum konsúlanna norsku í Bilbao, Barcelona, Genua, Messina, Venedig og víð- ar sést það ávalt að íslenzkur saltfiskur er í lægra verði en norskur. Þetta ættum vér að taka lil alvarlegrar íhugunar. Það sem oss vantar mest erlendis og á þeim stöðum þar sem helztu fisklmarkaðirnir eru, það eru ötulir og árvakrir talsmenn fyrir vora vöru. Vér höfum hvergi um- boðsmenn eða konsúla, er leggi oss ráðin eða vaki yfir sölu afurða vorra. — Hvað er að treysla norskum konsúlum, eða að vænta nokkurs af hinum dönsku? En hér mun og önnur ástæða til og hún sú, að vér erum ekki enn þá nógu ná- kvæmir í vöruvönduninni. Aðferðin er góð, en þrifnaður, ettirlit og nákvæmni við að- gerð, verkun og sundurliðun ekki í full- komlega góðu lagi. Hér hvílir mest ábyrgð á fiskimatsmönnunum. En þeir gera ekki góða vöru, heldur aðskilja góða frá vondri og ríður á að það sé gert með mestu ná- kvæmni og ströngu eftirliti. Aðalstarfið hvílir á þeim, sem eiga að sjá um verk- unina, og á þeirra vinnulýð, og hér mun miklu fremur átöluvert en við matsmenn- ina. Það verður aldrei nógu rækilega brýnt fyrir verkalýðnum liversu áríðandi það er allri þjóð vorri að fiskiverkunin sé unnin með stakasta þrifnaði, alúð, sam- vizkusemi og nákvæmni. Það stoðar ekki að fara með þessa dýrindisvöru og ágætis- fæðu eins og eitthvað »hráæti!« En oss er það full-ljóst, að verkstjórum og vinnulýð við fiskverkun er ekki unnt að gera góða vöru úr fiskinum, ef liann kemur skemdur frá borði úr skipunum. Skipstjórar og stýrimenn á fiskiskipum vorum mega ekki gleyma því, að það er engu síður áríðandi að fara vel með það, sem á krókinn kemur, heldur en að reyna að ná því, er fram hjá skríður. Þeir verða jafnan að segja óvönum og hirðulausum liásetum til við aðgerðina, og því auðvit- að að vera sjálfir fyllilega vel að sér í því starfi, ekki síður en í stýrimannafræðinni. Því miður er engin tiisögn veitt stýrimönn- um í þessu á stýrimannaskólanum; þeir verða að læra það, eins og svo margt annað verklegt, um borð í fiskiskútunum. — Þeir verða að geta sagt vel fyrir um aðgerð og söltun um borð, vera aðgætnir um það að engin óþrifni, óregla eða skeyt- ingarleysi eigi sér stað við slæginguna eða söltunina. —• »Smekkurinn sá er kemst í ker keiminn lengi eftir ber«, segir máltak- ið. Hafið þetta hugfast hásetar og stýri- menn. Undir yður er kominn mikill hluti heillar og lieiðurs fósturjarðarinnar. M. VII. Fiskiafli. Um þessar mundir er góður fiskiafli. þeg- ar á sjó verður komist, en gæftir eru stirð- ar. Afli mun nú vera svipaður um alla Aust- firði, frá 2—4 skipp. mest á mótorbáta. (AusturL).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.