Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 14
50 ÆGIR. komst nú lengst í heilasmíðinu. Hann taldi víst að hann gæti fengið vélina til að koma að notum, efhann liefði nægan tíma og peninga, að verja til þess; sótti að mig minnir um styrk úr sýslusjóði til þessa fyrirtækis, cn fékk hann ekki. Sjálfur hafði hann víst ekki ráð á að leggja meira fé í sölurnar til fyrirtækis, sem engin vissa var um að kæmi að notum, og þarmeð var svo þessari róðrarvélarhugmynd lokið. Sjálfsagt að bjargast með segli og árum upp á gamla móðinn. II. Útlendar hreyílvélar. Nú er ný öld upp runnin og með henni komu líka nýjar lireyfivélar, þ. e. steinolíu- hreyfivélarnar, sem þá voru nýlega hyrj- aðar að ryðja sér lil rúms i Danmörku, mest á Jótlandi; það varvíst 1902, að fyrst var látin steinolíuhreyfivél í opna báta hér á landi, 1 í Reykjavík og eitthvað 2—3 á ísafirði. Þetta hreyfivélaafl þótti svo mik- ilsverð framför, að á 3—4 árum voru stein- olíuhreyfivélarnar komnar um alt land. Nú orðnar svo hundruðum skiftir. Þetta stefnir líka í rétta átt að dæmi annara þjóða, að nota náttúrukraftana sem mest, en spara mannkraftinn og létta sem mest vinnuna, það er heldur engin efi á því að þetta hefir orðið til stórra framfara og um- bóta sjávarútvegi voruin, meiri afli feng- ist með minni mannafla en áður, og stend- ur þetta þó enn mikið til hóta, ef heppi- lega er að farið, hæði með betri og lient- ugri verzlun og eins stærri vélarbátum. í fyrirlestri hr. J. Videbæk, skrifara í Danska Fiskiveiðafélaginu, sem hann hélt á sýn- ingunni í Bergen í sumar, og sem útdrátt- ur úr er prentaður í 3. árg. »Ægis«, 5. tbl., gela menn lesið livaða þýðing steinolíu- hreyfivélarnar hafa hafl fyrir fiskiveiðar Dana, og þá ættu þær ekki síður að vera nauðsynlegar og gagnlegar hér á landi, þar sem manneklan er svo mikil og manns- krafturinn verður mjög dýr. — Það sem nokkuð hefir kipt til þessa úr góðum eða sem beztum árangri af hreyfivélanotk- un hér, er að vélarnar hafa oft viljað bila, einkum hafa það verið svo nefndir Möll- rups-mótorar, sem ekki hafa reynst vel. Það voru eiginlega fyrstu hreyfivélarnar, sem hingað lluttust; það er ekki þar mcð sagt að þessar vélar séu eða hafi verið verri en aðrar vélar, hæði var það að verksmiðjan var nýlega tekin til starfa þeg- ar vélarnar fluttust hingað, og svo líka hitt, að menn voru alveg ólærðir á að með- höndla þannig vélar. Svo bilun eða stanz á vél gat oft komið fyrir af vanþekkingu. Þessi verksmiðja er nú liætt að ganga und- ir því nafni. Vélunum hefir mikið verið breytt og reynast nú betur, ganga undir öðru nafni. Það hefir alveg það sama átt sér stað erlendis, fyrstu árin voru vélarnar oft að bila og stanza. Herra J. Videbæk segir í áminstum fyrirlestri sínum, að það sé ekki hægt að segja livað miklu fé hafi ver- ið varið til. ónýtra eða óhrúkandi véla í Danmörku; einnig það sama hefir átt sér stað í Noregi. Hreyfivélarnar eiga þar ekki langa sögu fremur en hér á landi. 1902 voru til í Noregi 3 hreyfivéla-bátar þeir lánuðust vel í logni og sléttum sjó, en þeg- ar út á haíið kom, vildu þeir ekki ganga. Við þetta fengu Norðmenn hálfgerða ótrú á vélunum. Það er nú fyrst fyrir 4—5 árum að þeir hafa kynt sér hreyfivélar, en þær hafa viljað bila þar eins og hér; nú er þó lil í Noregi um 000 hreyfivélar. Alpha- og Danvélar voru, sem næst komu hingað á eftir Möllrups vélunum. Þessar vélar liafa reynst mjög vel hér, og það sama hefir átt sér stað erlendis, að þær eru á- litnar, enn sem komið er, einna traustasl- ar og beztar og hafa náð mestri útbreiðslu. Þessar verksmiðjur eru líka með þeim elztu. Dan byrjaði 1894, Alpha 1897, og hafa þess- ar vélar tekið stórum umbótum ár frá ári.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.