Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 1

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 1
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. Reykjavík. Janúar 190 8. 8. blað. »íslaníi íyi'ii* íslendinga« Útlendingar og landlielgin. Konsúll Svía á Akureyri O. Tuliníus og kaupm. E. Laxdal liafa nú rett fyrir áramótin átt í dálítilli orðadeilu í norð- anblöðunum út af útlendingum og land- helginni. E. L. telur marga því fylgjandi að rjelt væri að banna öllum (ísl. líka) snyrpinótsveiði á fjörðum, en því mót- mælir 0. T. sem vonlegt er. Aftur á móti livggur O. T. enga hætlu stafa af því að útlendingar taki upp á þeim sið að skrá- selja skip sín sem danska eign eða ís- lenzka, til þess að geta notað veiðirjettinn innan landhelgi og önnur hlunnindi er því fylgja; en þar yhrsjest konsúlnum annað- hvort vitandi eða óafvitandi, og stendur hann þar berskjatdaður fyrir sókn E. L. Vjer viljum gefa lesendum »Ægis« tæki- færi til að heyra hvað hr. E. L. segir um þetta alriði: í 17. tbl. Norðurlands hefur O. T. (herra konsúll Otlo Tuliníus) ritað grein með fyrirsögninni »Baráttan um landhelg- ina«, í grein þessari skýrir hann frá að hann líti ekki svo á að óttinn fyrirþvíað útlendingar láli skrásetja skip sin sem innlenda eða danska eign, sje á rökum bygð ur, því þá missi þeir rjettinn til að veiða í landhelgi lieima hjá sjer, sem þó sje miklu arðsamari veiði en síldveiðin hjer og auk þess yrðu þeir að ráða ís- lenzka eða danska veiðimenn á skipin. Jeg, og margir fleiri lijer erum á all annari skoðun en hr. O. T. um þetla, og skoðun vorri til styrkingar, skal jeg geta þess að eftir að hinn setti sýslumaður Björn Líndal, í fyrra sumar hafði sektað útlendingana fyrir hinar ólöglegu veiðar þeirra í landlielgi, heyrði jeg 2 norska út- gerðarmenn segja það fortakslaus, að þeir ætluðu að láta skrásetja skip sín næsta sumar, sem íslenzka eign, og í eitt skifti var jeg staddur á skrifstofu hins setta sýslumanns þegar norskur útgerðarmaður kom til þess að fá eitt skip sitt skrásett en hann liafði í ógáti skrifað sig búsettan í Noregi og fjekk því ekki löggildinguna. Sömu fyrirætlan heyrði jeg hafða eftir mörgum ileirum. í Norsk Fiskeritidende 1906 er skýrsla yfir síldar og þorskveiði Norðmanna við ísland það ár. Þar liafa þeir herrar Tliv. Johnsen & Co. í Engelsvík í Noregi, eins og aðrir norskir útgerðarmenn, gefið fiski- veiðastjórninni skýrslu um aíla á skipum þeirra það ár. og telja þeir þar guíuskipin »Norröna«, )>Rgvingen« og mótorkúttarann »0;!sö« sína eign; en skip þessi voru lög- skráð hjer árin 1905 og 1906, sem eign norsks sjómanns, Hansens nokkurs sem á sumrin hefir dvalið í norskri sjóbúð í Krossatiesi við Eyjafjörð eða á hvalveiða- stöð Thv. Johnsens að Dvergasteini við Álftafjörð, en ílesta veturnar verið við síld- arkaup fyrir Johnsen í Noregi. Skip þessi hafa síðan þau voru lögskráð sem íslenzk eign, á hverju sumri veitt í landhelgi sem innlend skip, þó með þeim auknu rjett- indum framyfir liin, að ekki hafa þau þurft að hafa íslenzka eða danska skip- stjóra; og meðan á löggilding skrásetning-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.