Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 3

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 3
ÆGIR. 59 velja finst oss ástæða til að benda á banka- stjóra Tr. Gunnarsson, fiskimatsmann Þ. Guðmundsson og kaupm, Tli. Jensen sem sjerstaklega vel hæfa til þess í samráði með lir. Aug. Flygenring að velja hlutina, og sjá um að koma þeim á sýninguna. Allan kostnað við sýninguna eða sending muna, ætti vera endurgoldinn af opinberu fje, og eins ætti fiskiveiðasjóður að láta í tje styrk til þeirra manna er kynnu að vilja fara á sýninguna. Hvalaveiðarnai'. Ausutrland sem byrjaði að koma út á Eskifirði í sumar undir ritstjórn Björns Jónssonar fyrrum ritstj, Stefnis, hefur fiutt nokkrar mjög þarfar riígjörðir og þar á meðal um hvalveiðar og fiskigöngur, eftir einhvern B. M. S. Greinar þessar sem eru stilaðar gegn hvaladrápinu, liyggjast auð- vitað á sömu ákærunum sem móstöðu- menn hvalveiðanna hafa haldið fram bæði lijer á landi og annarsstaðar fyr og siðar, og er að því leyti gamla sagan upp aftur. Ægir hefur að því leyti sem hann hefur tekið þátt í umræðunum um það mál verið andvígur hvalaveiðunum sjerstaklega hvað snertir áhrif þeirra á síldarnótaveiði á fjörðum, og á hina hliðina aðgjörðaleysi löggjafarinnar gegn hinu gengdartausa hvaladrápi utanríkismanna, sem með sama áframhaldi hyrfi innan skams tíma sem sjerstök tekjugrein fyrír landssjóð. En því er ekki að neita, að bæði mól- stöðumenn og meðhaldsmenn hvalveiðanna fara með öfgar, eins og oft á sjer stað þegar mál er sótt og varið af kappi og hefur það ekki lieppilegar afleiðingar fyrir hvorn málsparlinn sem er. T. d. að hvala- veiði hafi skaðleg áhrif á þorskveiði, það verður jafnan atriði sem vantar sannanir, og verður því ágreiningsatrjði $em tala má með og móti. Höfundurinn (B. M. S.) endar grein sína um »Hvaladrápið og fiskigöngur« í 6. tbl. »Austurlands« með þessum orðum : »Frá því þær byrjuðu (hvalaveiðarnar) fyrst (1883) hefir að áliti voru leitt tjón af þeim fyrir landið í heild sinni. Þær hafa skemt síldarveiði og fiskiveiði. Þær eru reknar af erlendum mönnum; sem að nafninu til eru íslenzkir borgarar, en liafa hjer að eins í seli og fara með allan arð- inn í önnur ríki. Þær hafa drjúgum átt þátt í því, að draga úr transti sjómanna á atvinnuvegi sínum og drepa niður hug- dirfð þeirra og viðleitni til að hjarga sjer. Þær tæma alveg eina af auðugust auðs- uppsprettum lands vors. Þær koma í veg fyrir hvalreka og varna landsmönnum því happi, sem af þeim leíðir. Þærliafa drep- ið niður einum atvinnuvegi landsmanna, sem hefir veitt fjölda manna góða atvinnu og átt mikinn þátt í því að mynda kaup- staðaþorpin: síldarútveg með kastnótum. Ætti sú synd ein út af fyrir sig, að nægja til þess að verða þeim að falli«. Um hreyfivélaaflið, til notkunar við fiskiveiðar hér á landi. Eftir Edilon Grímsson. Frh. Þegar sýningunni í Kaupmannahöfn var lokið; var þegar í stað haldin önnur vélasýning í Limhamn í Svíþjóð, og ári síðar eða 1904 í Marstrand og 1905 í Risör, aðeins sýndar hreifivélar og hreyfi- vélabátar. Þessar sýningar sýndu fram á; hve afar miklum framförum vélaiðnaðurinn tók á stuttum tíma. Norðmenn sem heldur höfðu dregist aftur úr í fyrztu í þessu efni fóru strax eftir að sýningarnaj- í Kaup-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.