Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 1

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 1
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. Reykjavik. Febrúar 1908. 9. blað. Capt. H, Amundsen. Lesendur Ægis fá hér að sjá mynd af foringjanum á »Islands Falk« í fyrra, er tók við því starfi eftir Capt. Saxild og vilj- um vér biðja lesendur blaðsins að virða á betri veg að vér höfum ekki tækifæri til að minnast nánara á æíiat- riði þessa manns, en að eins geta þess að hann í sam- bandi við Capt. Saxild gerði mestann usla útlendum fiskilögbrjótum hér við land næst á eftir hinum alkunna Capt. Schack. En það, sem þessi mað- ur hefir sérstaklega gert fyrir ísland og sem efalaust verður fiskiveiðum landsins til mikilla framfara með framtíðinni, er undirbún- ingur hans og áhugi á stofn- un alsherjar-íiskiveiðafélags fyrir alt land, sem í líkingu við »Félagið til efiingar norskum fiskiveiðum« og »Danskt fiskiveiðafélag«, skyldi starfa að samvinnu meðal allra landsmanna er hefðu fiskiveiðar sem atvinnuveg. Þetta málefni bar hann fyrir brjóstinu og barðist fyrir því með svo miklu kappi, að hann mintist undantekningarlaust á það við hvern, er hann átti tal við, bæði alþingismenn, embættismenn og sjómenn, og lét hann fáa fara svo frá sér, að hann ekki hvetti þá til að hefjast handa og jafn Capt. 11. Amundsen. B. af Dbr. framt fékk þá til að lofa því, að stuðla að stofnun þessa félagsskapar. Hann sagði það oft, að hér á íslandi, bæði á sjó og landi væri mikið verkefniað innaafhendi, — og driffjóðrin til þess að koma því í framkvæmd væri framtakssemi og ekki sízt samvinna. Og svo langt er máli þessu komið áleiðis fyrir hans óþreytandi áhuga, að menn víðsvegar um Iand- ið eru reiðubúnir að starfa að og ganga í slikan félags- skap, og að lög eru þegar samin, og verða að líkind- um birt innan skams. Capt. Amundsen er mað- ur á bezta aldri og hefir nú í nokkur ár verið skipsfor- ingií herskipaflota Dana. Og getum við sagt um hann eins og nokkra fleiri af flota- foringjum Dana.er haft hafa landvörn hér við landíð, að við höfum verið hepnir að fá þá hingað, en jafn- framt óhepnir með það, hvað stutta stund við höf- um notið þeirra. XJm. aílabrögö hefir ekki frétzt neinstaðar að nú um þessar mundir. Botn- vörpuskip sem komu frá Suðurströndinni i byrjun þessa mánaðar fengu engan afla þar, en urðu lítils háttar vör við fisk í Miðnessjó. í jan. var stirð veðrátta og fram yfir mán.mótin, en nú góð nokkra daga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.