Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 2

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 2
66 ÆGIR. Lýsi og steinolia í sjávarháska. Mavga mun reka minni til þess, að séra Oddur V. Gíslason, fyrrum prestur að Stað í Grindavík, barðist mikið fyrir því að fá sjómenn einkum á opnum bátum, til þess að hafa með sér lýsi á sjó. Það var þarft verk. Og enda þótt séra Oddi yrði eigi mikið ágengt í þessu máli, þar sem tóm- læli og kæruleysi manna voru slæmir þránd- ar í götu, þá vann hann þó það á, að menn kyntust víða þessum handhægu og ódýru bjargráðum. Og víða hafa einstakir menn síðan haldið þeim sið, að hafa lýsi með sér á sjóinn, ekki sízt hans gömlu sóknar menn, Grindvíkingar. Eg ætla ekki að fara að fjölyrða um kosti þessara nefndu efna, þegar um læg- ingu á brotsjóum og brimi er að ræða; það er óþarfi því þeir eru alkunnir. Það má lika benda á dæmi hér á landi frá síðari árum, þar sem fýsi heflr hjálpað mörgum skipshöfnum til að ná lendingu heilum á hóíi, er varla hefðu annars náð landi. Það var í Þorlákshöfn veturinn 1896, er ílest skip af Eyrarbakka og Stokkseyri hleyptu þangað frá ófærum sundum. En þar hefði einnig verið illa lendandi, ef hinn valinkunni bóndi í Þorlákshófn, Jón Árna- son (»Jón í Höfninni« eins og hann er vanalega nefndur hér syðra) hefði ekki helt 2 fötum af lýsi i sjóinn og lægði svo með því sjóinn að allir lentu með heilu og höldnu. Þetta dæmi er alkunnugt, því frá því var skýrt í blóðunum. Það sem hvatti mig til að hreyfa þessu máli nú var það, að í hitt eð fyrra vetur, á laugardaginn fyrir páska fórst bátur í brimi á Járngerðarstaðasundi í Grindavík, eflaust með fram af því að ekki var lýsi eða olía innanborðs, en önnur skip björguð- ust af því þau höfðu það og heltu því út. Mér þótti þetta svo áþreifanleg sónnun fyrir því, hve gagnlegt lýsið er í þessu tilliti, að ég áleit sjálfsagt að birta það almenningi og fékk hjá tveim formönnum, sem hættast voru komnir og báðir brúkuðu lýsið, skýrslu um þenna atburð. Þessir menn eru Einar Jónsson hreppstjóri á Húsatóftum og Ólaf- ur Þorkelsson, þá bóndi á Járngerðarstóð- um og sýslunefhdarmaðm', nú í Reykjavík. Eg ætlaði að birta þessa skýrslu fyrir ári, en af sérstökum ástæðum gat það ekki orðið fyrr en nú. Þær eru svipaðar að efni, en þó bætir hver aðra upp og þvi birti ég þær báðar. Höfundarnir eru merkir menn og áreiðanlegir (ég þekki þá báða vel) og því meira er varið í skýrslur þeirra. Hinn 14. april 1906 (laugadag fyrir páska) réru öll skip úr Grindavík í allgóðu sjóveðri, lögðu menn lóðir sínar, eigi alllangt frá landi. Eftir lítínn tíma tók sjó að brima, fóru pá allir að draga inn lóðirnar, og að því búnu auðvitað að lerta lands, — það er Járngerðastaðasund sem skýrsla þessi ræðir um. — Pegar hinir fyrstu komu að sundinu, var komið allmikið brim, en þeir höfðu þó bærilegt inn, enda höfðu flestir lýsi og brúkuðu það. — Brimið fór mjög vaxandi, og þá er hinir sein- ustu komu inn að sundinu, var það orðið voða- mikið, enda fórst þá bátur með 5 mönnum; þá fékk og annað skip er Olafur Þorkelsson, nú í Reykjavik, var formaður fyrir mjög vont inn sundið, svo um tímamátti ekki í milli sjá, hvort þar mundi sigra líf eða dauði, helti hann og lýsi i sjóinn, en Ólafur skýrði svo frá, að lýsið haíi verið nokkuð þykkt, og hafi því haft seinni verkun fyrir það, sem satt er. Eg sem þessav linur rita fór inn sundið næstur a eftir Olaíi, brúkaði eg um 20 potta af lýsi, sem án efa lægðu sjóinn mikið, þó varð mér að mestu gagni lýsi það, sem Olafur helti út. Næstur á eftir mér, og síðastur fyrir utan bátinn sem fórst, var Gísli Jónsson í Raf'ns- húsum, fjekk hann og allvont, mun hann hafa helt út um 20 pottum af lýsi. Gísli er sjómaður hinn mesti, en gætir þess þó jafnan að hafa lýsi í skipi sinu, segist hann oft hafa brúkað það í slæmum sjó, með góðum árangri. — Eg álít að bezt sé að brúka lýsi og oliu til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.