Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 4
68 ÆGIR. það getur undir ýmsum atvikum oröið að miklu liði. Geir Sigurðsson. Óskandi væri, og enda sjálfsagt, að aðrir er hefðu reynslu í þessum efnum vildu skýra frá því á prenti, því það er mikils varðandi að allur almenningur, er stundar sjó, sjái hve mikið gagn getur orðið að því að hafa lýsi eða olíu innanborðs, ef á lægi. Það kostar tiltölulega lítið, en getur afstýrt stórskemdum á þilskipum og jafnvel mann- tjóni, hvort sem er á opnum bátum eða þilskipum. Á olíubátum (bátum með stein- oliu gangvél) er hægt um vik, því þar má gera ráð fyrir að alt af sé svo mikil olía við hendina að verja megi nokkru til að Iægja sjó, ef á Iiggur; þó segja margir að steinolían sé ekki góð ein, því hún dreifi sér of fljótt, komi göt á olíulagið, en lýsi vilji aftur á móti stundum vera of þykt og renna of seint. Því sé bezt blanda af hvoru tveggja. — Hvert bezt sé, að hella út feitinni, láta hana í poka með hampi í, eða í »ýli«, skal ég ekki dæma um, það getur verið undir atvikum komið hvað bezt á við, og það sjá vanir sjómenn lika fljótt, þegar á ligguiv— En ef brúka á poka eða »ýli« hygg ég að gott væri að á nokkrum stöðum utan á skipinu, t. d. á kinnungum og á afturenda væru fest »augu« (kósar) með sterkum streng í, líkt og flagglínu, er draga mætti pokann (»ýlinu«) að »auganu« með og setja hann þar fastan, likt og þegar flagg er di-egið á stangar hún, svo sjórinn gæti ekki haggað honum, eins og vill verða, þegar pokinn er að eins hengdur á borð- stokkinn. Eg skal nú ekki fjólyrða um þetta mál, en óska þess, að sem allra flestir vildu taka upp þann sið, að hafa nauðsynlegan út- búnað til þess að geta á þenna hátt afstýrt skemdum og manntjóni, ef háskann bæri að höndum — en það getur orðið þegar minst varir —. Hið mikla tjón á mönnum og munum á síðustu vetarvertíðum ætti að vera sterkasta hvötin fyrir alla, sem htut eiga að máli, til þess að láta ekkert ógert, er afstýra mætti öllum slysum. Þar sem eins er ástatt og hér er, hvorki björgunarstöðvar, né björgunarskip, er sér- staklega nauðsynlegt, að hvert skip megi sem mest tregsta á sinn eigin útbúnað og hafi innanborðs öll þau bjórgunartæki, er auðið er að hafa, þar á meðal, þegar um þilskip er að ræða, nægilega báta, sem geti fleytt allri skipshöfninni vel, ef á liggur. Á því á skipshöfnin fulla heimting og það veit ég að öllum umhyggjusömum útgerð- armönnum og skipstjórum er ljúft að sjá um. Bjarni Sœmundsson. Um hreyfivélaaflið, til notkunar við fiskiveiðar hér á landi. Eptir Edilon Grímsson. Frii. Þrátt fyrir það, að mikil eftirsókn er nú eftir hreyfivélum síðustu ár, og flestir telja þær alveg ómissandi i opna báta og smá þilskip, þá þykja samt margir ókostir við þær eins og þær nú eru. Það var einróma álit Norðmanna, að verksmiðjurnar þyrftu að leggja altkapp á að gera vélarnar enn fullkomnari og hentugri til brúkunar, einkum í fiskiskip og þetta vildu þeir telja vist að tækist eptir þeim umbótum sem þær hafa tekið nú síðustu ár. Það er víst að nú eptir sýningai-nar í sumar, bæði í Bergen og Porsgrund, að verksmiðjurnar leggja alt kapp á þetta engu siður en áður. Það sem menn vildu heimta var það, að vélarnar væru sem léttastar og tækju sem minst pláss upp og væru sem ein- faldastar; nú eru sumar svo margbrotnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.