Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Síða 5

Ægir - 01.02.1908, Síða 5
og þvi mikið vandasamar að fara með þær, þó var stærsti ókosturinn talinn hvað þær væru dýrar í brúkun, eyddu mikilli olíu og eldhætta af þeim væri mjög mikil. Þá var enn eilt, sem þeir vildu telja ókost, það eru glóðarhöfuðin, þau vildu svo oft springa og þá hætti vjelin að ganga, líka gæti stafað af þeim eldshætta væri vélarrúmið mjög lágt eða plásslítið. Þetta held eg sé nú ástæðulítið. Hvernig nú gengur að sameina allar þessar kröfur og fá þeim fullnægt, sker reynslan úr með tímanum, mikið trúlegt að nokkuð vinnist í þá átt, ef kapp er álagt. Þær nýrri vélar voru margar talsvert óbrotnarí og einfaldari að sjá, en þær eldri. En það þótti enn ekki fengin full reynsla hvort þær væru eins áreið- anlegar og þær eldri. Og einn ókostur enn var tallinn og hann jafnvel sá versti, það er hvernig skipið smittast alt af oliu á stuttum tíma, þetta væri einmitt það sem gerði eldhættuna svo mikla. Eins og eðlilegt er þegar vélin er igangi fer altaf, eða drýpur niður í skipið nokk- uð af olíu, sem svo blandast saman við austurinn eða botnvatnið í skipinu, svo þegar skipið hallar mikið, slæst þetta upp í síður á skipinu svo það verður á stuttum tima alt gagnsýrt af olíu og olíu- lykt, varla að nokkur hlutur verði varinn í því, sem ekki lyktar eða bragðar af oliu. Þetta töldu Norðmenn stóran ó- kost, jafnvel þann versta við steinoliu- vélarnar í fiskiskipum. Það hafði kom- ið fyrir oftar en einu sinni, að aíli varð ónýtur af þessai’i orsök, að alt bragðaði og lyktaði af olíu. Til að ráða bót á þessu, var talið nauðsynlegt að hafa lag- arheldan járnkassa (Spildtanke) helzt úr galvaniseruðum stálplötum undir öllum olíuílátum og eins vélinni sjálfri. Þessi kassi skyldi vera með það háum börm- um í kring, að olían gæti ekki slegist út úr honum þó sjóveltingur væri. Svo skyld höfð smá dæla til að dæla oliuna úr kassanum eftir því sem þörfgerðist, best að i hann væri dálítil dæld svo dælan ætti hægl með að taka alt úr honum. Með þessu móti var talið víst, að geta alveg girt fyrir að olían færi út í skipið og gagnsýrði það. Eins væri nauðsyn- legt að fyrirbyggja að nokkur olía kæmi á þilfarið, það gæti verið til að eyði- leggja og skemma hæði aíla og veiðar- færi. En eins og nú er, þegar vatnið, sem oft er meira og minna olíublandað, er dælt upp úr sk'pinu, rennur það og slæst um alt þilfarið svo það brákar og smitar alt. Þessi olíubrák berst svo á fótum manna niður í skipið og gerir þar mesta óloft og óþrifnað og skapar þar eldhættuna engu síður en annarsstaðar í skipinu. Til að bæta úr þessu var álitið heppi- legast að út úr dæluhólknum, þétt upp undir þilfarinu lagi pipa gegn um efsta planka skipsins, svo ekkert olíublandað vatn gæti komið á þilfarið. Eg sá þenn- an útbúnað á tveim bátum og sýndist mér hann mjög heppilegur. Það var eitt, sem lögð var mikil á- herzla á á umræðufundinum við sýning- una, að hirða vel vélarnar og vélarúmin, vélasmiðirnir sumir vildu halda því fram að mörg vélin bilaði bara fyrir óhirðu og það að brúkuð væri vond olia. Það er nú otur skiljanlegt, að þessar vélar eins og aðrar vélar séu svo beztar, að þær séu vel hirtar, en þessu er ábóta- vant hjá mörgum, þó undantekningar eigi sér stað og það er einmitt það sama sem á sér stað hjá mörgum útlendingum, þar sem ekki er sérstakur maður hafð- ur til að passa vélina, — að hún er illa þrifin. — Eg hef komið ofan i marga véla-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.