Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 6
70 ÆGjIR. báta bæði hér og eins erlendis og viðast hvar sér maður það sama, vélarrúmið mjög óþrifalegt og vélin kolsvört af ó- hreinindum og olíuleðju, fyrir utan hvað þar niðri er banvænt loft ef maður ætti að sitja þar lengi. Þetta getur ekki ann- að en haft ill áhrif á vélina bæði hvað gang og eins varanlegleik snertir. Aftur á móti komi maður ofan í vél- arrúm á gufuskipum, þá sér maður ekki annað en alt fínt og fágað og mesta þrifnað hvað vélina snertir. Það sama er að segja þar sem maður kemur inn á vélavinnustaði erlendis, þar er alt speg- ilfagurt, talið stærsta skilyrði til að vél- arnar gangi vel, að þær séu vel hirtar, og þá er ótrúlegt að þessar hreyfivélar séu ekki sömu lögum háðar að þær séu svo beztar að þær séu |vel þrifnar. Það kom líka til umræðu á fiskiveiðafundin- um i Bergen aðfara þess á leit, aðstjórn- in kostaði einn eða tvo menn til að leið- beina mönnum í að passa og hirða vél- arnar, en sú tillaga var felld. En það eitt var íalið nauðsynlegt, að á hverjum véla bát eða skipi, væri maður sem þekti alla parta vélarinnar vel, gætitekið hana sundur og sett saman aptur. Enda sögðust Norðmenn ekki kaupa nokkra hreyfivél svo, að þeir sendu ekki mann til verksmiðjunnar, sem smiðaði vélina, til að læra að fara með hana, og það sama eru Svíar farnir að gera. Hólmafiskur. Eftirfarandi línum bið ég yður herra ritstjóri, að ljá rúm i yðar heiðraða blaði Ægir. Mér datt i hug, þegar ég sá í Ágústog Sept. blaði Ægis þ. á., greinina með íyrir- sögninni »Það er margt undarlegt i nátt- úrunnar ríki«, að rita nokkvar línur um sýn þá er herra skipstjóri Bergur Jóns- son og skipverjar hans sáu af skipinu »Sur- prise« frá Hafnarfirði; í norðvestur undan Látrabjargi. Eftir lýsingu herra Bergs skipstjóra hefir þessi fiskur verið engin annar, en sá er al- ment er í daglegu tali kallaður »Hólmafiskur« eða »Sandlægja« og á útlendu máli »Sper- marcet« fiskur þessi sézt nú orðið mjög sjaldan, eða síðan hvalveiðar hófust fyrir fult og alt, og stórhvelum fækkaði. Þenn- an fisk hefi ég í tvígang séð á fullum 30 árum er ég hefi stundað sjó að meiru og minna leyti. Fyrra sinnið er ég sá hann var það síðla i Júnimánuði 1891, og í síð- ara sinnið sá ég hann tímanlega íÁgústm. 1894. Formenn fyrr um, töldu Hólmafisk- inn enga áfusu gest, þótti forvitinn, nær- göngull og glettinn, Þá hann var einsam- all, sem alla jafna var þá er hann sást, og þá er fiskur þessi var á sveimi á grunn- miðum, flúði allur fiskur svo eigi fiskaðist nokkurn tíma á eftir. Þegar ég i fyrra sinnið sá Hólmafiskinn, var ég í legu fyrir lúðu og átti mér einkis von, vissi ég eigi fyrri til en fiskur þessi var rétt kominn að bátnum á rennandi ferð, og stefndi á miðjan bátinn, og bar þessa skepnu svo brátt að, að eigi var tími til að draga stjórann né heldur að losa stjórafærið úr bátnum, og binda það á dufl, svo úræðin urðu þau að skera sundur stjórafærið og róa þvert úr vegi, og þannig gat ég með naumindum forðast árekstur þessa fiskjar, þegar ég svo var sloppinn fyrir fyrstu atrennu og ásókn fiskjarins, hafði ég ráðrúm til að virða hann rækilega fyrir mér og er lýsing herra Bergs á fiskinum alveg hárrétt. Arnarstapa undir jökli 18. Des. 1907. Kjartan Porkelsson. Aths. útg. Til frekari skýringar þessari

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.