Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1908, Blaðsíða 7
Æ G I R. 71 ofanrituðu grein skal þess gelið, að eftir því sem hr. skipstj. Páll Matthíasson í Reykjavík skýrir frá þá hefir faðir hans Matthías Ásgeirsson í Baulhúsum í Arnar- firði orði var við samskonar fisk þar á íirðinum, og sagði hann að lvsingu Bergs skipstjóra Jónssonar og föður síns bæri að öllu leyti saman hvað stærð og lögun fiskj- arins snerti. Áhrif fiskiveiöafélaga á framfarir fiskimanna og fiskiveiða. Útdrntlur úr fyrírlestri lir. J, Videbœk ritarans í »Dansk Fiskeri Forening#, lialdinn i Marstrand 1904. Lauslega þýtt af P. Sveinssyni. Fiskimenn Norðurlanda! Við lifum á samsteypu-öld; á þeím timum, þar sem jafnvel allra sterkustu öíl heimsins álíta það nauðsynlegt, að ganga í bandalög til, að verða enn þá sterkari, til þess, með sameinuðum kröft- um, að ná þeim hagnaði, sem þau ekki gefa náð með eigin aili. Jafnvel slíkir afburðamenn, sem miljónamæringar Rússlands, Frakklands og Ameriku og frá þeim og' til erfiðismannsins, hefir fé- lagshugmyndin fengið vald yfir hugum mannanna. Það er eins og hin gamla saga um föðurinn, sem fann dauða sinn nálægjast. Hann kallaði sonu sína fyrir sig, tók fram samanbundna viðisanga og sagði þeim hverjum fyrir sig, að brjóta þá í sundur, en enginn þeirra gat brotið svo mikið, sem hinn minsta anga í bindinu. Þá tók faðir þeirra bindið af þeim og braut hvern anga án nokkra erfiðismuna, og sagði: »Kæru synir! Lærið hér af, svo lengi, sem þið standið sameinaðir, er enginn einstakur, sem megnar á móti ykkur, en séuð þið sundurdreifðir, mun heiminum auðvelt að ráða við ykk- ur sitl í hvoru lagi«. Athugið þetta, að hver einstakur mun vinna mikið við, að vera i félagsskap og tíu sinnum fá endurborgað það aíl, sem hann veitir sínum meðbræðrum. Það er um þetta aíl, sem mig langaði að tala i dag. Hin elzta myndin, sem eg þekki af fiskimanna-samtökum eru hin gömlu lög (bátalög) á Jótlands óblíðu vesturströnd, og sem enn eru í gildi; þar sem óbliða náttúrunnar fyrirbyrgir einstöku mönnum að geta stundað fiski- veiðar án samlaga, og getur meining þessara laga innifalist i orðunum: Sam- vinna, sameiginlegur ágóði. Af samvinnu meðal fiskimanna má enn fremur nefna, sameiginlega slaði til að þurka net sín, uppdráttar-áhöld fyrir báta, litunar-áhöld til að lita veiðai’færi sin og aðrar ráðstafanir, þar sem fiski- menn i verunum hafa fundið ástæðu til, að sameina sig. En með timanum hefur fjelagshug- myndin aukist. Eitt atriði eftir annað hefur komið fyrir í lifi fiskimannanna, sem krafizt hefir úrlausnar svo framt fiskimennirnir í hinni vaxandi keppni ekki vildu dragast aftur úr; þetta hefir komið til leiðar, að menn í einstökum verslöðum, þar scm bátalögin ekki ná yfir, hafa myndað svipaðan félagsskap og sum þá bætt við sameiginlegum inn- kaupum á vörum er þeir þurftu. Já, menn hafa jaínvel sagt mér, að i sömu veiðistöðu hafi verið seytján mismunandi félög, þar til einn góðan veðurdag, að einn meðal hyggnustu manna veiðistöðv- anna bafi sagt hin áhrifamíklu orð; »Við skulum mynda eitt félag, sem starfar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.