Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 2

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 2
74 ÆGIR. Nokkur atriði af árangri fisktraiinsóknanna, Stutt ágrip af fyrirlestri, er dr. J. Hjort flski'veiöastjóri flutti á sýningunni í Björgvin. (Framh.). Þannig hefir tekist að sýna fram á það, að samband er á milli breytinga á veðráttufari, ef í stórum stíl eru, og vaxtar og viðkomu fiskanna alla leið norðan úr íshafi og suður í Vesturhaf, og virðist þetta benda á það, að viðkomuskilyrði og fjöfg- un þessara fiska er svo stórvægilegum kringumstæðum háð, að liún, að minsta kosti eins og nú er ástatt, virðist vera óháð áhrifum af mannanna hendi eða fiskiveiðunum. 3. Því næst skulum vér athuga aldurs- skiftingu, og æíilengd fiskanna. Vér höfum komist að raun um að einstaka tegundir, svo sem sild, upsi og þorskur, verða mjög langlífar, að minsta kosti 15—18 ára gaml- ar, og að fiskurinn . getur æxlast mörgum (allt að 15) sinnum. Ennfremur höfum vér séð það, að þessir fiskar eru þannig á sig komnir á elliárum sínum að áhrif ellinnar sjást glöggt. Það virðist því áreiðanlegt, að þó að aldur þessara fiskitegunda skyldi vera 'styttur af mannlegum áhrifum, þá er það að minsta kosti ekki svo mjög, að það aftri fiskunum frá að ná fullum þroska og gildi. Þvert á móti má ætla að fiskiveiðarnar liafi engin sj'nileg álirif að þessu leyti, að minsta kosti ekki á §íld eða upsa. Sama má og ætla með tilliti til þorsksins i norð- urhöfunum, en því viðv. getuin vér þá fyrst látið álit vort í Ijósi nákvæmar, þeg- ar vér höfum unnið hetur úr efninu, sem til er fengið. Að því er viðv. ýsunni og kolanum virðist aftur á móti aldur þessara tegunda á vissum svæðum mjög styttur af ofsókn- um mannanna. Skarkolinn getur sum- staðar við Noreg og í Vesturliafinu orðið eins gamall og þorskurinn og upsinn, en í Kattegat hafa fáir skarkolar veiðst eldri en 3—4 ára. Við Noreg verður eigi lítill fjöldi af ýsum alt að því 11 ára, en í Vestur- hafinu heyrir allur fjöldinn yngri áraflokk- unum til. Til órækrar sönnunar því, að þetta orsakist af fækkun, þarf þess þó við, að það rannsóknarefni af ýsum, sem fyrir liendi er, sé fullkomlega nógu mikið, til þess að af því megi sjá, hversu ástatt er í þessu efni í Vesturhafinu, og að fengin sé sönnun fyrir því að ýsan í Vesturhaf- inu hafi áður fyr orðið eldri. Það liggur í augum uppi, að hið síðarnefnda verður ekki sannað með svo mikilli vissu, að dregnar verði endilegar ályldanir af því. Sem stendur er niðurstaða vor því sú, að vér með þessum aldursákvörðunum liöfum aðferð til þess að kveða á um það með vissu á löngum tímabilum er stundir líða, framvegis, hversu æfi fiskanna kann að breytast um leið og fiskiveiðarnar eiga sér stað. En hetri árangri virðist mér ekki heldur, að hægt væri að húast við eða óska eftir en því, að vér höfum í hendi oss að fylgja og dæma um aldurshreyfingu fiski- forðans. Þess konar starf virðist munu verða fyrir fiskiveiðarnar hið sama og fólks- fjöldafræðin er fyrir vátryggingarmálin. Frá lauslegum ágizkunum og óljósum orð- um liefst skilningurinn til skýrleika og full- komins yfirlits. Og það er líka bersýni- legt, að hvorki getur álit liagsýns manns eða almenn fjöldafræði veitt oss hinn sama skilning og sú fjöldafræði, er byggist á aldursákvörðnnum. Ef menn skoða afl- ann á einu þilfari, og meira að segja þótt menn maeli allan aflann, geta menn ekki fengið þá þekkingu, er vér liöfum nú séð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.