Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 3
ÆGIR. 75 að svo mikils er um verð, nefnilega þá, hversu aflinn er samansettur af ýmsum áraflokkum. Það var t. d. ekki hægt nema með nákvæmustu rannsóknum að staðhæfa það, að ársflokkurinn 1903 var allsstaðar fáskipaðri en hinir flokkarnir. Einungis með nákvæmum aldursá- kvörðunum geta menn og fengið Ijósan skilning á, hinni sönnu spurningu, sem svo mikið ei undir komið við starfsemi skógfræðinganna, nefnilega þeirri, hvenær tréð(eða íiskurinn) verður mest virði til sölu. Eins og vátryggingarfræðin og skóg- arfræðin. Þannig leggur og íiskveiðafræð- in fyrir sig hagsýnilegar spurningar. Á- rangurinn af þessum ransóknum er enn ekki orðinn eins mikill og í hinum fræði- greinunum. En menn eru þegar vel á veg komnir, er þeir hafa komist svo langt, að þeir liafa ráð í liendi sér til þess að geta fengið að vila það, sem þeir vilja, og ekki þarf annað en vinna verkið, sem með þarf. Og þetta er að mínu áliti ánægju- samlegur árangur af hinum alþjóðlegu fiskiveiðarannsóknum fyrstu 5 árin, og eg held, að unnið verði mikið verk, og með reglubundnu áframhaldi, á þeim grund- velli, er nú hefir lagður verið. Nokkur af hinum fyrstu og næstu framtíðarverkum í því efni, er lafarlaust verður að inna af hendi, mega til með að vera þau, að eink- um þeim tegundum, sem óttast má, að verði fyrir áhrifum fiskiveiðanna, svo sem ýsa og koli, ber að gefa stöðugan gaum með því að safna saman miklu verkefni úr öllum þeim stöðum, þar sem stundað- ar eru fiskiveiðar, til þess að áhrif fiski- veiðanna framvegis geti orðið sýnd og rakin nákvæmlega. Þannig mun það t. d. vera mikils umvert framvegis, að bera hina ýmsu fiskveiðastaði saman, Gandvík, ísland, Noreg, Vesturhaf, Jótlandshaf og Atlandsliaf. Af þeirn samanburði munu menn án efa komast að raun um ýmis- legt, er mikils mun vera urnvert, og geta menn það einungis með alþjóðlegum sam- tökum og skipulagi. Um hreyfivélaaflið, til notkunar við fiskiveiðar hér á landi. Eftir Edilon Grimsson. (ni.). Eg hefi hér að framan í ritgerð þess- ari skýrt frá því helzta sem framkom á sýningunni í Bergen viðvíkjandi hreyfivél- unum, og áliti manna þar á þeim. Eins og áður er tekið fram var það einróma á- lit allra fiskimanna þar sem annarsstaðar í að þær væru alveg ómissandi í öll smá fiskiskip og báta, eplir þvi sem fiskiveið- um hagar til nú á tíma, enda þótt á þeim þættu ýmsir annmarkar. — En um hitt hvaða vélar mundu beztar var ekki unt að fræðast svo full vissa væri fengin, reynslan sker bezt úr því. Ég hefi í skýrslu minni i 2.—3. tbl. »Ægis« þ. árg. bent á, að eptir þeirri rejmslu sem enn væri fengin, væri »Alpha« og »Dan« álitnar trauslustu vélarnr. Og það má geta þess, að þótt »Alpha« frá Friðrikshöfn fengi ekki á þessai'i sýningu liæstu verðlaun, þá var það alveg af sér- stökum ástæðum sem liægt er að leiða rök að; svo þetta rírði ekki hið minnsta álit vélarinnar hvorki hjá Norðmönnum eða öðrum sem á sýningunni voru. Sú vél er svo alþeld og búin að fá hæstu verðlaun á 3 sýningum áður. Það stendur líka í »Norsk Fiskeritidende« 8. liefti bls. 311, síðastl.: Verksmiðja bræðranna Houmöller í Friðrikshöfn hefir heiðurinn af að liafa fyrst orðið til að búa til lientuga hreyfivél í fiskiskip og sem enn þann dag í dag má fullyrða að stendur fullkomlega jafnhliða »Dan«. Hvað Benzin-vélarnar snertir þykir ekki næg reynsla enn fengin á þeim sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.