Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 4
76 ÆGIR. hentugum í fiskiskip, en eru mikið notaðar í skemtibáta, og því verður ekki neitað að þær eru miklu hentugri og skemtilegri en steinolíuvélar, eru þrifalegri og hljóðminni og svo þægilegar með það að þær eru undir eins komnar á stað með fullri ferð, og en er einn kostur mjög góður við þær, að það þarf mjög sjaldan að hreinsa þær. Það kemur svo lílið sót af benzín- inu, þvert á móti með steinolíuvélar; þær þarf iðulega að hreinsa ef þær eiga að vera í góðu lagi. Sérstaklega var það ein af þessum benzínvélum sem vakti eptirtekt mína. Það var vélin nefnd »Eureka«, hún var mjög einföld að sjá og tók ekki mikið pláss upp, lientug að þvi leyti að á henni var slilli- skífa eins og á gufuskipum, svo hún gat á sama augnabliki farið jafnt aftur á bak sem áfram hvort heldur maður vildi með fullri eða hálfri ferð, og gat sami maður, sem stóð við stjórn á skipinu, stýrt vélinni alveg. Þessi vél hafði verið notuð rúm 2 ár í þilfarsbát sem á sýningunni var; og var sagt að hún hefði reynst mjög vel, fékk líka á sýningunni heiðurspening úr silfri og aftur á sýningunni í Portsgrund í haust, slærstu heiðursverðlaun úr silfri (Stor Sölvmedalie). Það var líka, að mér virtist, mjög hent- ugur útbúnaður á þessum bát sem vélin var í hvað þrifnað niðri í skipinu snerti, og eins eldhættuna. Rélt upp yfir vélarúminu var dálítill trékassi hérumbil 4 fet á hæð, í honum miðjum var stór trekt úr járnþynnu, uppí trektina lágu svo frá vélinni þær pípur, sem nauðsynlegar voru til að færa olíuna eða benzínið að vélinni. í trektina var svo hvolft brúsanum sem benzínið var á, á brúsanum var fastskrúfað lok með smá- götum sem olían draup niður um alveg passlega til að halda vélinni í gangi svo ekkert þyrfli að skifta sér af þessu annað en bæta á brúsann þegar hann var tómur, og taka liann burtu þegar vélin átti ekki að ganga. Kassinn utan um trektina og brúsann var ekki stærri en það, að alt,var vel skorðað þó sjóveltingur væri. Þegar vélin er komin vel í gang má að mér var sagt brúka til hennar eingöngu þá ódýrari tegund af benzíni og það var sagt lítið dýrara en steinolía. Þessi bensínvélarbátur var að stærð milli stafna 41 fet lengd, 13 fet br. Vélin var 6 hesta, og gerði báturinn fullra 7 mílna hraða í logni, benzineyðslan var 1,9 kíló um kl.tímann. — Af benzin-vél- unum áleil ég að þessi, — með því fyrirkomu- lagi, sem hér er lauslega lýst að framan — mundi vera sú heppilegasta í fiskiskip. Af henni er engin eldliætta og engin óþrif eða ólykt í skipin og er þetta hvorttveggja mikill kostur. Vélin er með þeim allra ódýruslu, hvort heldur miðað er við ben- zin eða steinolíuvélar. Ýmislegt fleira sem maður sá á þess- ari sýningu væri vert að minnast á, og sem í framtíð gæti haft þýðing fyrir menn hér, þó það máske ekki eins og nú stend- ur liafi það. En af því það var tilgangur minn með þessari ritgerð að skýra að eins l'rá hreyfivélunum sjálfum og því sem þær snerti beinlínis, þá held ég að hitt verði að bíða betri tíma, ég lief líka orðið svo langorður um þetta efni. Nýtt, botnvörpuskip hefir bæzt hér við nú í vetur og hefir Elías Stefánsson og Ingólfur skipstj. Lárusson staðið fyrir kaup- urn á því í Englandi. Skipið er eign lilula- félags hér við Faxallóa. í sljórn þess er Magnús Blöndalil trésmíðameistari m. fl. Það er kallað »íslendingur« og er nú þeg- ar farið út lil íiskiveiða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.