Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 5
Æ G I R. 77 Niðursuðuverksniiðju fyrir fisk hafa margir góða von um, að mundi vel borga sig, ef sett væri á stofn hér á Suðurlandi. En þörf fyrir slíka stofnun telja allir mjög mikla. Fyrir utan félögin P. J. Thorsteinsson & Co. og Ísland-Færeyjafélagið, sem jafn vel hugsa um að reisa slíka verksmiðju það fyrsta, liafa þeir bræður kaupm. Sturla og Friðrik Jónssynir í liyggju að setja á stofn verksmiðju í slíkum tilgangi á Kjalarnesi. Enn fremur er Pétur Jónsson hlikksmiður að safna saman hlutafé í sama tilgangi. Hver verður fyrstur Lil þessa stórfyrirtækis er enn þá óvíst. Áhrif fiskiveiöafélaga á framfarir fiskimanna og fiskiveiða. Utdráttur úr fyrirlestri lir. J. Videbœk ritarans i »Dansk Fiskeri Forening«, lialdinn í Marstrand 1904. Lauslega þýit af P. Sveinssyni. (Niðurlag). ----- B. Þjóðfélagsleg ætlunarverk. Stjórnmálamaður valdi sér sem texta við kosningarræðu efliríylgjandi sannindi: »Þekking er frelsi, fáfræði er þræl- dómur«. Eg' vil leggja flskimönnum Norður- landa þessi orð á hjarta. Skoðið hlut- föllin í ykkar eig'in félagi, og lílið yfir landið, til suður og norður, austur og vestur, og þið munuð finna sannleik þessara orða. Einungis fyrir þekkinguna hefir liinn svokallaði lægsti flokkur manna vaxið að virðingu, það gengur eins i þessu tilliti með liina einstöku menn, að þeir sem liafa hina mestu þekking í þeim verkahring, sem þeir eru í, hafa einnig beztu skilyrði, til að geta talist meðal liinna fyrstu,- i stríðinu fyrir lil- verunni. Af þvi eg tala hér um þekkingu, skal eg ])ó ekki dvelja við þýðingu hinn- ar almennu þekkingar, heldur við verk- lega þekkingu. Það er áreiðanlega viðurkent, að það hefir hina allra meslu þýðingu, að læra sína iðn til hlýtar, ekki eingöngu fram- kvæmanlega tekið, svo að nemandi geti lalist full-lærður í verki sínu, heldur jaínframt, að hann skilji öll þau atriði, sem heimfæra má upp á vinnu hans. Það er sama sem liggur lil grundvall- ar, þegar landbændur á vorum dögum eru látnir læra búnaðarfræði, frumefna- fræði og grasafræði o. fl. Og það er þessi þekking, sem í geg'num háskóla og landbúnaðarskóla hér á Norðurlöndum hefir hrundið búnaðinum svo ört áfram, og á mörguni stöðum hefir gert mögufegt, að tvöfalda arðinn af jörðinni, og þar sem hændurnir jafnt sem fisldmennirnir eru sínir eigin atvinnuveitendur, er það sama sem að segja, að tvöfalda sín ervið- islaun. Það mun sjálfsagt geta haft svip- aða þýðingu fyrir fiskiveiðarnar, ef fiskimennirnir fengju þekkingu um hafið og dýralif þess, náttúru, hlutföll, skilyrði fyrir fæðu fiskanna og framförnm á veiði- aðferðum og veiðistöðum, viðvíkjandi fiskitegundum, um hrigningu og um geymslu, svo fiskurinn gæti haldist lengi sem góð verzlunarvara. Já og um- fram alt ef fram koma ný veiðiáhöld, veiðiaðferðir, bálar, vélar o. 11., o. fl. Vist er það, að hinar miklu framfarir fiski- veiðanna nú á tímum, eiga rót sina að rekja, eins og framfarir í öðruin grein- um, til þekkingár; þeirrar þekkingar sem numin er verklega, en það er eins vist, að hver einstakur fiskimaður dregst aftur úr, sem ekki ávalt fylgist með hinni áfram- haldandi þekkingu. Það er auðskilið, að ekki myndi það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.