Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1908, Blaðsíða 8
80 ÆGIR. Veðrátta hefir verið mild og hagstæð það sem af er þessum mánuði og afla- brögð fremur góð alstaðar í hinum suð- lægu veiðistöðum, ennfremur hafa þilskip ílest aflað nokkuð sem inn hafa komið. Botnvörpuskipin sömuleiðis. Við Vest- mannaeyjar var afbragðsafli í byrjun mán- aðarins. Iteknetafélagið við Faxaflóa sem bankastj. Tr. Gnnnarsson stofnaði fyrir 8 árum síðan, var loks á aðalfundi sem lialdinn var nú fyrir nokkru, leyst upp fyr- ir fult og alt. Félagið var myiulað í þeim tilgangi að afla síld lianda þilskipunum, og hefir líka gert það þessi ár og þar með unnið þilskipaútvegnum ómetanlegt gagn. En nú cr álitið sem svo að þessum til- gangi þurfi nú ekki framar að fullnægja, þar sem svo mörg síldveiðaskip fiska héð- an á hverju sumri. Tr. Gunnarsson iieíir verið formaður félagsins frá'því það var stofnað, og eftir því sem einn af félagsmönnum hefir slcýrt frá, þá mun hann liafa eytt talsvert af kröftum sinum í félagsins þarfir, án þess að fara fram á eða fá neitt endurgjald fyr- ir. En þó félag þetta sé nú liðið undir lok þá má þó segja, og það með rökum, að félagið hafi unnið tvent: í fyrsta lagi að auka aflann á þilskipum við Faxaílóa, í öðru lagi kent mönnum hér sunnanlands að veiða síld í reknet, sem menn hafa nú lært almenf. Og liafi frumkvöðull og for- maður þess þökk og heiður fyrir starf sitt í þarfir þessa félags, sem nú er hérmeð lokið. Um liluttöku i sýningunni í Pránd- heimi. Um það var fundur haldinn 14. febr. síðastl. eftir áskorun frá hr. kaupm. Aug. Flygenring í Hafnarfirði sem eins og kunnugt er var tilnefndur af liinni dönsku forstöðunefnd sýningarinnar tilþess að vera fyrir íslands hönd. Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt væri að senda fiskiafurðir og jafnvel eitthvað af veiðar- færum á sýningu þessa, jafnframt því sem menn yrðn látnir fara á sýninguna, einn eða fleiri héðan af Suðurlandi. Form. bankastj. Tr. Gunnarsson. mælti fastlega fram með því að Isl. borguðu sjálfir það húsrúm er sýningarmunir héðan þyrftu að hafa, þrátt fyrir það, þó Danir lofuðu að lána húsrúm hjá sér ókeypis, þá bæri kurteislega að afþakka slíkt boð. Félagið kaus 3 menn í nefnd til að sjá um sýning- arinuni m. m. og lilutu þessir kosningu: Rorst. Þorsteinsson kaupm., Magnús Magn- ússon skipstj. og Þórður Jónsson liafn- sögumaður Ráðagerði. Hr. Aug. Flygenring skýrði frá því á fundinum að sýshunaður Axel Tulinius hefði lofað að styrkja sýningarnefndina og stvðja að hluttöku manna á Austurlandi. Eftir því sem oss er kunnugt mun nefndin hafa átt fund með sér síðan og hafa ákveðið að láta smíða litinn fiski- bát, sem senda á alveg tilhúinn með ár- um og seglum, sem sýnishorn af íiski- bátum héðan af Suðurlandi. Bjarni Brynj- ólfsson skipasmiður frá Engey var fenginn til að smíða þennan hát. Álaveiði Á sama fundi bar Aug. Fl. það fram að nauðsyn bæri til að gerð væri gangskör að því að ransaka, hvort ekki mætti íiska hér ál svo nokkru næmi, þar sem miklar líkur væru til, að slíkt gæti orðið ný telcjugrein fyrir landið. En þai sem Danir eru hinir mestu álaveiðimenn í heimi, þá þótti það æskilegt, að danskur maður ferðaðisl hér um til að kynna sér þelta. „Marz“ skipstj. Hjalti Jónsson kom hér inn 18. þ. m. með hleðslu af þorski eftir hér um bil 2 vikna tíma. Pieutsmiðjan Qutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.