Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Síða 1

Ægir - 01.04.1908, Síða 1
Æ MÁNAÐARRIT UM GIR. FISKIVEIÐAR OG FARMENSIvU. Reykjavík. Ápríl — Mai 1908. Ill.-I2.bla 3. árg. Lífsábyrgð fyrir fiskimenn á opnum skipum. Þegar maður les dagblöðin, erhörmu- leg't að heyra hversu sjórinn heggur stórt skarð víða í okkar litla sjómanna hóp árlega; en um slíkt tjáir ekkert að tala, hættan er alstaðar, og slysin geta af svo mörgum orsökum komið, þótt þau séu tíðust hjá okkur aí þessu. En þótt sárt sé að missa unga menn á bezta aldurs- skeiði i fullum þroska lifsins, þá er þó annað, sem er enn sárara, það er að renna huga sínum heim að heimili þessara manna margra hverra eflir að þeir eru hurtkallaðir, þegar eina heimilisstoðin, sem var, er fallin og eftir er máske víða ekkja með þungum söknuði og mörgum börn- um á mismunandi aldri, og þar á ofan heimilisástæður þannig, að ekki er til björg nema til næsta máls. Er hér ekki áhyggju- efni, sem við meigum ekki lengur láta ó- hugsað? Það er ekki þannig, að við ís- lendingar finnum ekki allir vel til þessa og séum fúsir að rétta hjálparhönd við slík tækifæri. En það er ekki nóg. Fyrst kemur það mjög' misjafnlega niður á marg- an og, sem eðlilegt er, oft ekki af rífleg- um skamti eða á yiðverandi hátt, og svo hitt, að hjálpsemin jafn fögur og nauðsyn- leg sem hún er, er ekki þar eftir eins holl fyrir þjóðlífið. Því styrkur til eftirlifandi drukknaðra á ekki að þurfa að vera veitt- ur aí náð, eða sem þurfamönnum held- ur sem frjálsum mönnum, sem gengið geta að fjársjóði þeim sem eign, sem hinn látni hefir eflirfátið og unnið fyrir. Hvort heldur starfið hefir verið langt eða stutt þá hefir hann látið lífið undir slikum at- vikum, meðan hann var að vinná fyrir fjölskyldu sína og fósturjörðina. En slíkt kemst ekki á fyr en hverjum manni er stundar atvirinu við fiskiveiðar er gert að skyldu að tryggja líf sitt í einu alsherjar lífsábyrgðarfjelagi, sem liáð væri eftirliti stjórnarinnar, og nyti styrks af opinberu fé þar til því safnast svo pen- ingar, sem ekki, þrátt fyrir hin mörgu slys tekur svo langan tíma, að það sjálft getur annast öll útgjöld er því ber- að borga. Eg' get hugsað mér að einhver myndi el' lil vill segja, að landssjóður hefði eins og nú stæði nóg önnur gjöld þó slíkt ekki liættist á næsta ár, og sú hugsun er að flestu leyti rétt. Og' skal ég svara henni með þessari spurningu: Hefir stjórnin eða þingið nokkurt það málefni á dagskrá, sem byggt er á meiri sanngirni og' mannúð og um leið miðar til að bæta hag manna en þetta? Eða er ekki sjálf- stæðið jafnt í peningalegu tilliti sem í hugsunarhætti, fyrsta skilyrði fyrir vel- gengni þjóðarinnar? Það væri fróðlegt að lieyra nafn þess þingmanns, sem nýlega væri búinn að gefa atkvæði sitt með að borga 200000 kr. eða hvað það lcann nú að vera, til veizluhalda og' gleðisamkvæma siðastliðið ár, en neitaði að leggja eða máski að lána 5—10 þúsund krónur í eitt skifti fyrir öll til slíks fyrirtækis! Það er ekki meining min, að níðast

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.