Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 4
84 ÆGIR. var ekki hægt að hafa hið sama eftirlit með útgerðinni af formönnum félagsins, eins og þegar fiskað var við land í Noregi. — En einmitt þegar svona stóð, varð það félaginu að happi, að um þetta leyti (1765) komst nýr maður að í stjórn félagsins, sem hefur verið einhver ötulasti og duglegasti maður, sem verzlunarsaga vor getur um. Þessi maður var Jochum Brinch Lund, sem nafnkendur er um öll Norðurlönd fyrir framtakssemi sína. Hann kom félaginu til að ráðast í alt, sem heiti hetur, er að verzlun og iðnaði laut. Og gerðist nú félagið forkólfur og brautryðjandi í alskonar fyrirtækjum, svo að heita mátti, að ekkert væri það verk, er til framfara horfði, sem félagið ekki réðist í að gera tilraunir með. Það ræktaði akurlunda í Vesturhafs- eyjum og veiddi hvali og seli við Grænlands- strendur, bygði skip og græddi skóg, rak verzlun og stóð fyrir flutningum landa á milli, kom á fót mölunarverksmiðjum og litunar- húsum, stundaði námagröft, setti á stofn tóbaks-spunavélar, fékst við pottöskutilbúning og kaðlagerð, stofnaði naglaverksmiðjur, önglaverksmiðjur og garngerðarhús og fékst við tunnusmíðar í stórum stíl. En fyrst og fremst kom Lund hinum gamla atvinnuvegi félagsins í fast horf, og fór nú félagið að græða á útgerðinni aftur, enda var hún og aukin að mun, og gengið svo vel frá fiskin- um á markaðinum, sem frekast var unt. Humarsverzlun félagsins gerði Lund að reglu- legri atvinnugrein, og voru nú jafnan 6 skip í förum, sem fluttu humarinn lifandi í vatns- hólfum frá veiðistöðunum í Krákarey og Sogndalnum til Rotterdam1) og Lundúna- borgar. í kringum 1740 hafði félagið farið að fást við útflutning á lifandi fiski. En nú datt formönnum félagsins í hug, að setja þennan atvinnurekstur í beint samband við úthafsveiðarnar, og byrjar þessi nýja fiski- veiðagrein félagsins, þegar humraverzlunin 1) Stór borg á Hollandi. þrýtur. Félagið hafði nú 12 skíp til veiða, og voru 5 þeirra send á síldarveiðar með reknetum til Hjaltlandsstranda og á þorsk- veiðar til íslands, og 3 á Rifið eða Doggers- bakka, og sendi svo vatnshólfaskip þaðan með lifandi fisk, og flutti hann til Hollands eða Lundúna. — Skipverjar á öllum þessum flota voru Jótar eða Helgólandsbúar, sem verið höfðu í förum fyrir Altónarkaupmenn eða Hollendinga. I floklc þeirra setti svo félagið smátt og smátt þá stýrimenn og háseta, sem fram úr höfðu skarað að dugnaði og trú- mensku á verzlunarflotanum. Á þennan hátt myndaði félagið smámsaman norska sjómanna- stétt. Og einmitt með þessu fyrirkomulagi var öllu hagað svo heppilega, sem verða mátti, því nú lagði félagið sjálft til alt, sem útvegurinn þurfti við, alt ofan frá skipasmíð- inni sjálfri, niður að hinum minsta nagla, sem rekinn var. Frá sínum fjórum garngerðar- og kaðlagerðarhúsum fékk félagið alskonar kaðla og línur, alt frá gildustu akkerisfestum og reknetareipum, ofan að hinum mjóu færis- þáttum og þorskanetagarni. Frá tunnuverk- smiðjunni fékk félagið tunnur sínar, mölunar- húsin framleiddu mélið handa verkamönnun- um og tóbaksspunavélarnar lögðu til rulluna handa sjómönnunum. A þennan hátt varð félagið sjálfu sér nóg að öllu leyti, svo að það varð í rauninni einskonar verzlunarheimur út af fyrir sig, og safnaðist því eðlilega of fjár með þessu móti, samhliða því, að það veitti fjölda manns uppeldi. Hér er loksins hin mikla hugsun um samvinnu verzlunarfé- laganna innbyrðis eða hugmyndin um einingu kraftanna, sem vitnað er í í einkaleyfisrannsókn verzlunar- og viðskiftafélagsins, komin í fram- kvæmd á beinasta máta, eingöngu fyrir at- orku og dugnað einstakra manna. Árið 1786 var verzlun á íslandi gefin laus, og fór nú félagið að hlaða fiskiveiða- skip sín allskonar vefnaðarvöru og brenni- víni, sem þau seldu áður en þau iögðu á veiðarnar. Þetta var nýr lyftikraftur fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.