Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 5
ÆGIR. 85 félagið. í Hafnarfirði var undir eins stofn- sett útibú til saltfisksverkunar, sem nú var leyfilegt að kaupa, ef fiskiskúturnar öfluðu ekki nóg. Samhliða því voru fengnir tveir sjómenn fra Portúgal, sem voru kunnugir Nýfundnalands-aðferðinni við fiskverkunina, og kunnu þeir einnig alveg nýjan öngla- tilbúning, og setti félagið sér upp mörg fisk- þurkunarhús á búgarðinum Húsabæ, þar sem fiskurinn var þurkaður með Nýfundnalands- aðferðinni. Þetta félag var hið fyrsta sjálf- stæða fiskiveiðafyrirtæki á Norðurlöndum (þó England sé talið þar til), sem var hyggilega fyrir komið og var rekið með arði. Nú fór félagið einnig að hljóta þá viður. kenningu, sem það verðskuldaði. Schimmel- mann greifi, sem hafði gert það að lífsstarfi sínu, að koma fjárhag ríkisins í gott horf, með því móti að efia efnahag einstaklings- ins; hann varð nú hluthafi í félaginu að fjórða parti. En því miður naut hans stutt við, því hann lézt skömmu síðar, en Lundsættin tók að sér hans hlut. Kóngurinn hafði áður gert félaginu þá ívilnun, að veita því io ríkisdala verðlaun fyrir hverjar io smálestir í hvalveiðum, en nú lét hann það sama ganga yfir síldar- og þorskveiðarnar, og lét félagið vera tolifrítt með alt salt, sem það þurfti. Árið 1798 voru 18 hollenzkar fiskiduggur eltar af enskum ránskipum inn að Farsundi, og komust þær þaðan ekki út aftur. Þann 29. ágústmánaðar það ár gaf konungurinn út yfirlýsingu7~þ^ senl hann veitir félaginu enn á ný ýmsar ívilnanir og undanþágur í þeim tiigangi, að féiagið gæti tekið upp á sína arma alla þá fiskimenn (til samans 114), sem á duggunum voru; en þær hafði félagið keypt allar saman. Þessir fiskimenn voru í yfir- lýsingunni með sonum sínum og sonarsonum, bornum og óbornum undanþegnir herþjónustu alla sína daga, og „um næstu tvo áratugi öllum sköttum og skyldum borgarinnar og ríkisins, hvaða heiti sem hefur eða hlotið getur". Þessir hollenzku menn undu þó ekki til lengdar í Noregi, og að sex árum liðnum voru einar þrjár fjölskyldur eftir, sem ílend- ust þar. En þótt ekki yrði af bólfestu þess- ara manna, þá hafði félagið nú fengið alla reynslu og þekkingu í sérhverri grein, sem það þurfti við, til reksturs sinna stórfeldu fyrirtækja. Það liggur í augum uppi, að eklci var hægt að komast hjá því, að tap yrði við og við á fiskiveiðunum. En að meðaltali gáfu þær ágóða. Það kom fyrir, að ársafiinn af síldinni varð alt að 13,000 tunnum á ári og svipað af þorski; og var það sannarlegt manndómsmerki, að taka allan þennan mikla afla upp af djúpi sjávarins, og breyta hon- um í peninga, — ekki minni fyrirhöfn en það kostaði. Nú var svo komið, að fiskur félagsins var kominn í sama verð og álit, eins og hollenzkur fiskur, og það jafnvel í sjálfu Hollandi. Og má sem dæmi þessa álits geta þess, að í verzlunarorðabókum þeirra tíma, er smáþorpið Farsund (þ. e. fiski- veiðafélag Lunds) talið til stærstu fiskimark- aða heimsins. Og mátti það í sumu falii til sanns vegar telja; t. d. hvað smásíld snerti, var þar hinn einasti markaður í konungsríkinu að Altonaborg undanskilinni, og sá alls eini á hollenzkum saltfiski. Árið 1803 voru út- fluttar þaðan 3390 tunnur af söltuðum þorski, auk þess sem frá íslandi fluttist; en það sama ár var frá Björgvin flutt hér um bil sama upphæð af fiski, en með þriðjungi lægra verði; og útflutningsupphæð alls landsins nam að eins 12,000 tunnum. Árið 1801 vai því veitt eftirtekt af skip- um félagsins, að við íslands strendur geta stöku sinnnm komið síldargöngur, — þótt það yrði hlutverk seinni tíma, að hagnýta sér þann arð. Til þess að koma þessari stórfeldu og þjóðhollu starfsemi í enn meira álit, ef unt væri, ber það nú næsl að, að sjálf stjórnin réðst í hluttöku á fyrirtækinu, til móts við Lund. En þótt kynlegt kunni að virðast,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.