Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 6
86 ÆGIR. varð það þó hvergi nærri að. þeim notum, sem til var ætlast. Því bæði varð nú ýmis- legt að sundrungarefni, sem að ágóðanum laut, og reksturinn ekki eins samhentur og fyr, þegar allir hluthafarnir voru menn sömu stéttar og samfeldir að hugsun, og markmið eitt og hið sama hjá öllum : þroskun og full- komnun fyrirtækisins, — og þess utan gekk nú íslands verzlunin félaginu sem heild úr greipum. Þetta nýja fyrirtæki, sem hlaut nafnið: „Farsunds konunglega fiskiveiðastofnun", var hafið 1804. Höfuðstóllinn var ákveðinn 120,540 ríkisdalir, og lagði stjórnin þar af til 60,270 ríkisdali, en Lundsættin, eða rétt- ara sagt Jochum Brinch Lund, 8 skip, skipa- smíðastöð, vindmyllu og garngerðarhús, er alt til samans var að eins metið á 68,200 ríkisdali: en 1805 og 1806 var tunnuverk- smiðjunni og kaðlaverksmiðjunni bætt við, og fyrirtækið aukið svo nokkrum þúsundum ríkisdala nam. Stærsta skipið var 600 smálestir að stærð, og má það telja full-álitlega fleytu á þeim tíma, og auk þess fylgdu því sjóflutninga- hólf, 200 smátestir að stærð. Minsta skipið var 220 smálestir að flutnings- hólfinu meðtöldu. Hvort skipið hafði tvö net, og fór stærð netsins eftir farmrými skips- ins. Stærsta netið var full 6000 fet á lengd, og dró skipið þetta á eftir sér um sjóinn 7 faðma undir yfirborðinu, og það niður að 14 föðmum, en stundum grynnra á síldar- veiðum. Eitt svona net kostaði fulla 2000 ríkisdali. Það gekk ekki vel fyrir stofnuninni í byrjun. Arin 1804 og 1805 voru fiskileysis- ár, og auk þess hafði stofnunin færri skip á veiðum, en veiðifélagið hafði haft áður. Stofn- unin hafði 8 skip á veiðum, og voru tvö þau hraðskreiðustu höfð til flutninga, og eitt til íslands, og aflaði það ágætlega: 302 tunnur af þorski. Auk þess var ársaflinn að eins 200 tunnur af þorski og 96^/2 tunna af síld. Þetta var 1804. 1805 gekk lítið betur. Þó var ársveiðin 485 tunnur af þorski og 350 tunnur af síld. Hvorttveggja þetta ár var því rekstur stofnunarinnar tapið tómt: 10096 ríkisdalir bæði árin til samans. 1806 gekk aptur á móti miklu betur, og var aflinn þetta árið 1450 tunnur af síld og 350 af þorski, og nægði það ekki að eins til útgjaldanaa, heldur einnig til að vinna upp allan hinn mikla áhalla tveggja undanfarinna ára, ef þá hefði ekki viljað til það óhapp, að einn af skuldunautum félagsins hefði einmitt þá orðið gjaldþrota, og sést hagur stofnunarinnar þetta ár á eftirfarandi reikningsskýrslu : Skaði á vörum í umboðssölu 1805.................3708 ríkisd. 2 m. 7V2 sk. Tap 1806...............5488 — 1 „ 5 — Samanlagt 9196 ríkisd. 2m, 12^/2 sk. Hér við bætist rekst- urskostnaður . . . . 4809 ríkisd. 1 m. 16 sk. og ábyrgðargjald. . 3994 — 3 „ 2 — Hér við bætist og enn tap á sumum skipanna, svo að lokum verður alt tapið til samans . 20239 — 1 „14 — en þar til móts var ágóðinn.............31220 — 2 „ 19 — og varð því ágóð inn í raun og veru auk taps............10981 — 1 „ 5 — og lá þessi ágóði í vörubirgðum bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir gott viðhald á öllu, þá voru þó eignir félagsins skráðar með 3°/o afslætti fyrir utan netin, sem öll voru endurnýjuð á þriggja ára fresti. Svo fór og urn þetta ár (1806), að enginn ágóði varð þá heldur, og fór hér sem víðar á þeirn tímum, að margt gekk á tréfótum, enda stóðu Napóleonsstríðin nú sem hæst yfir og ollu alstaðar tapi og tjóni. En aðalorsökin þetta árið mun þó hafa verið fjárhagshrun skuldunautar eins í Massilíuborg á Frakk- landi (Marseille), og misti félagið þar 1600

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.