Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 7
Æ G I R . 87 ríkisdali, sem aldrei náðust, með því og að viðskiftafélag nokkurt í Danzig á Þýzkalandi bað um gjaldfrest, og var þar um allstóra upphæð að ræða. Skuld þess — 5261 ríkis- dalir, 3 mörk 11 skildingar — stóð meir að segja óborguð enn árið 1810. Eg hef einmitt tekið þessi dæmi frá hinum lakari árum, bæði þegar illa gekk með veiðarnar og önnur óhöpp ollu tjóni, til þess að sýna, hversu fastan grundvöll félagið hafði fengið undir fætur, og hvílíku ötul og hug- sjónarík kaupmenska getur áorkað. Þann mikla styrk, sem félagið hafði fengið, má að vísu þakka þvf atriði að nokkru leyti, að farmgjaldið lenti alt í höndum féiagsins sjálfs. Þannig var ágóðinn af skipunum einum árið 1806 10357 ríkisdalir 34 skildingar. Þegar bezt gekk, hafði þó þessi ágóðagrein orðið tvöfalt stærri. Fiskiverðlaunin numu 1385 ríkisdölum. En það sem jafnan var aðal- styrkur félagsins, það var frágangurinn á fiskinum. Jafnframt og fiskurinn var kominn á skip, þá var hann flokkaður, og því næst jafnharðan saltaður og merktur: 1 dags og 2 daga fiskur. Það sem ekki var hægt að ganga frá innan tveggja sólarhringa frá því það náðist, það var ekki flutt út, heldur útbúið til reykingar. Tunnurnar voru úr eik, og til þess að fyrirbyggja alla ótrú- mensku frá fiskimanna hendi, þá var veiðar- dagurinn og nafnið á skipinu, þar sem fisk- urinn var veiddur, merktur á tunnuna; enn- fremur stóð á hverri tunnu ábyrgðarmerki fyrir þyngdinni ásamt heimilismerki stofnun- arinnar með konungskórónunni á. Hversu mjög framleiðsla félagsins skaraði fram úr allri norskri vöru samskonar að gæð- um, sést á samanburði á verðunum. Um 1780 var almennur norskur saltfiskur keyptur í Massilíuborg og Barcelónu1) fyrir 22 ríkisdali skippundið í allra hæsta lagi. En einmitt um sama leyti fékk Lunds-félagið fyrir sinn 1) Borg á Spáni. saltfisk, sem verkaður var eftir hollenzkum og Nýfundnalands-reglum, 28—31 ríkisdal fyrir skippundið, og það á sömu stöðum. Og jafnhliða því að Björgvinar-kaupmenn fengu í hæsta lagi 10 ríkisdali fyrir tunnuna af söltum þorki, þá gekk þorskur félagsins á 13—14 ríkisdali, meir að segja í Stettínar- borg1) fékk félagið fyrir fjórðunginn 5 ríkisd. 768/10 sk., eða 58 ríkisd. fyrir heiltunnuna, og í sjálfu Hollandi 40 florínur eða 20 ríkisd. 80 sk. heiltunnuna. Alveg eins var með síldina. Um 1790 var vana-verð fyrir tunnuna af norskri feit- síld 13—15 ríkisdalir; en þá fékk Farsunds- félagið 19—22 fyrir sína, sem verkuð var á hollenzkan hátt. Árin 1804, 1805, 1806 og 1808 var verðið fyrir norska feitsíld upp og ofan þetta 30, 28, 25 og 20 ríkisdalir; en þau ár fékk fisklstofnunin 56 rikisd. 24skild., 42 ríkisd. 182/6 skild., 41 ríkisd. 2 mörk, 6 skild., og 40 ríkisd. 42 skild. Reykta síldin aptur á móti, sem flutningaskipin komu með í ágústmánuði beint úr sjónum, komst bæði í Hamborg, Hollandi og Eystrasaltslöndunum upp í 150 ríkisdali fyrir tunnuna. En hin vanalega saltaða síld, sem var í fjórðungs-, áttundaparts og sextándaparts tunnum, gat komizt snemma á markaðinn á 4 og 5 ríkis- dali fyrir l/i6 úr tunnu; en þá er tunnan á 80 ríkisdali eða heiltunnan á 240 ríkisdali, og dregst þar að eins frá sá kostnaður, sem á legst við söltun í 16 smákvartil í staðinn fyrir heila tunnu. Tunnurnar voru allar ur eik, og bentar að hollenzkum hætti, og kostuðu þær í sjálfri tunnuvarksmiðju stofnunarinnar: heiltunnan 1 ríkisd., ijórðungs- og áttundaparts-tunnan oft 22 skildinga eða þaðan af minna. Þegar konungsstofnunin hafði staðið þrjú ár, þá var það orðið fullsannað af reynslunni, sem sjáanlegt var fyrirfram í byrjuninni, að hún hafði oi fá skip. Minsti afli, sem vera 1) á Norður-Þýzkalandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.