Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1908, Blaðsíða 13
ÆGIR. 93 kappi hlutaðeiganda, ef mikið á að afla og vel á að fara; en fyrirkomulag það, sem nú tíðkast, að tjöldi sjómanna er ráðinn fyrir fast kaup, dregur eðlilega úr áhuga og dugn- aði þeirra, og fari því lengi fram, er ekki líklegt, að vér með framtíðinni fáum eins ötula sjómenn og vér hingað til höfum átt. Til þess að kippa því í lag, er að voru áliti sú helzta leið, að bæði einstakir menn og félög stuðli sem mest að því, að fiski- menn verði framvegis ráðnir fyrir hluta afl- ans, en kosti einnig kapps um, að atvinnu- tími hvers árs geti orðið sem lengstur. Með því hvorutveggja ásamt fleiri umbótum mundi hagsmunum beggja, bæði útvegsinanna og sjómanna, vera bezt borgið. Það virðist vera nauðsynlegt, að fara að dæmi annara þjóða í því, að koma upp kenslastofnunum í smærri stíl, til þess að kenna ýmislegt það, er að sjómensku lýtur. Sérstaklega er áríðandi, að formenn hinna stærri báta, eins og skipaformenn, læri aðal- atriði sjómannafræði, svo sem siglingareglur, hagnýting áttavita og sjókorta m. m. Einnig er áríðandi, að stjórnendur hreyfivéla læri að nota þær og hirða. Nokkrum nauðsynjamálum útvegsins við Norðurland er þannig varið, að þau ná frekar til aðgerða og framkvæmdar löggjafarvalds- ins, og getur því félag sem þetta ekki tekið aðrar ályktanir um þau, en óskir sínar og meðmæli til þingmanna um að taka þau til meðferðar á þingi, Eigum vér hér sérstak- lega við hafnargerð utarlega við Eyjatjörð, eða undirbúning til hennar og vitabyggingar við Norðurland. Einnig álítum vér nauðsynlegt, að stofnuð verði lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda veiði á bátum og minni skipum, eins og nú á sér stað um sjómenn þilskipa. Hér á landi er eitt útgerðarmannafélag áður stofnað, við Faxaflóa, og nýstofnuð munu vera félög í sama skyni bæði á Vest- fjörðum og Austtjörðum, ásamt væntanlegu félagi hér. Álitum vér æskilegt, að félög þessi kæmust sem allra fyrst í samband, og mynduðu sér síðan, með kjörnum fulltrúum úr hverju þeirra, fiskiveiðastjórn fyrir alt landið, er síðar gæti verið löggjafarvaldinu til stuðnings, í því að auka og bæta hags muni útvegsins í heild sinni. Þótt oss nefndarmönnutn hafi ekki verið falið annað, en semja fiumvarp til laga fyrir væntanlegt útgerðarmannafélag, álítum vér þó réttara, að láta þessar athugasemdir fylgja í því skyni, að skýra að nokkru fyrir mönn- um að hverju félagsskapur þessi stefni, en finnum ekki ástæðu til að gera sérstakar at- hugasemdir um hinar einstöku greinar frum- varpsins, þar eð útvegsmenn hafa tækifæri til að athuga þær til fundarins. P. t. Akureyri, 6. apríl 1908. Júh. Davíðsson. M. J. Kristjánsson. Páll Berysson. Pórðnr Gunnarsson. FruniYavp til laga fyrir útvegsmannafélag Norðleiulinga. 1. gr. Félagið heitir »Utvegsmannafélag Nor ð 1 endi n ga«. Heimili þess og varnar- þing er á Akureyri. 2. gr. Tilgangur félagsins er, að efla sarntök útvegsmanna í því, að bæta hag síns atvinnu- vegs, gera hann fullkomnari, arðmeiri og áhættuminni. Einnig að styðja að framför hans nteð auknum réttindum og koma á skipu- lagi innan félgs, meðal annars um atriði þau, er hér eru talin : a. Ráðning flskimantta. b Sjóvátrygging skipa og báta. c. Beituútvegun og beitugeymsla. d. Markaður fyrir afurðir útvegsins. e. Utvegun á tilboðum um heildarkaup á helztu nauðsynjavörum útvegsins. f. Kensla fyrir sjómannaefni í verklegum efnutn, sem og aðalatriði sjómannafræði. g. Bjargráð sjómanna. h. Stofnun vélavinnusmiðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.