Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 1

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 1
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. Reykjavík. Júni 1908. 13. blað. aiir, peomgar, menmng og poiiiiK. Fyrir og eítir 1814. Eftir Fr. Macody Lund. (Fih.). Næstu árin eftir 1814 voru ákaf- lega stormasöm: sífeldir austræningar og útnyrðingar, og þvi fiskitregt mjög. En samhliða þessari breyting veðuráltunnar varð einnig breyting á stjórnmálunum. Stjórnarfarið hafði áður verið þannig, að nokkrir vitrir menn og vel reyndir og stjornarstörfum vanir höfðu þau á hendi hver að sinum hluta og stýrðu þeim samkvæmt reynslu sinni og af fullri þekkingu. Skýrslur allar og íræðslu um einstök atriði málanna voru þeir vanir að fá frá fyrstu hendi og tóku svo álykt- anir sínar eftir því. Og gekk afgreiðsla mála allra furðu fljótt og vel. — En nú var »komin önnur öld með annan sið og snið«. Nú voru einstök hugsjóna- atriði lögð til grundvallar fyrir allri stjórn- arskipuninni; og skyldi alt lagast eftir þeim, hvort sem vel eða illa gengi, og jafnvel þótt það kæmi beint í bága víð hagsmuni og réttindi þegnanua eða vel- ferð ríkisins. Og öll varð stjórnartilhög- unin nú mjög svo flókin, margbrotin og óþjál. Kristnin haíði verið lögleidd af hagsýnis- ástæðum án innri kvaðar lýðs eða lands- búa. Siðabótin hafði verið tekin í gildi af samskonar ástæðum. Og 1814 voru enn þá nýjar hugsjónir komnar til valda. — Þessi nýja hugsjónastefna, sem í raun- inni var að eins írelsisstefna stjórnar- byltingarinnar endurvakin, greip norsku þjóðina á skömmum tima föstum tökum; dg urðu áhrifin enn þá sterkari vegna þess, hve fámenn og einstaið þjóðin var og fjarlæg hinum almennu menningar- straumum álfannar. Einkum kom þessi frelsishugsjón fram í óhug á sambandinu við Svía, sem þá var í bi'uggi með stór- þjóðunum, og fékk hún loks líí í Eiðs- vallargjörðinni. En, sem oft verður á slikum timamótum, þegar regluleg fjör- brot eru hjá þjóðunum, þá var litið smá- um augum niður á, eða öllu heldur litið yfir hina vanalegu lífsframleiðslu og einblínt á hugsjónar-markið; en binu (þ. e. afla og atvinnuvegum), að minsta kosti íór ekki fram á meðan, enn íremur það gagnstæða, að því hnignaði. Frelsið, sem á Englandi hafði þroskast samkvæmt innri þörfum, það fékk hjá Frökkum alt aðra mynd. Hér var það rikið, sem var æðsta hugsjónin; ríkið skyldi ekki hér myndast af kvöðum borgaranna, heldnr hlutu borgararnir þvert á móíi, að leggja líf sitt í sölurnar fyrir ríkið. Þegar svo var komið, þá var hin d^'rmæta hugsjón frelsisins orðin að argasta ófrelsi, sem alt varð að lúta; og það ríki, þar sem slík hugsjón var aðal-máttarstoðin, þar með orðið að orustuvelli um orð og hugmyndir í stað þess, að vera safn af lifandi mönnum, með brennandi frelsislöngun. — Og í þessari mynd barst aldan til Norðurlanda,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.