Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1908, Page 1

Ægir - 01.06.1908, Page 1
ÆGIR. MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. 3. árg. Reykjav í k. Júni 19 0 8. !3. blað. Fyrir og eítir 1814. Eftir Fr. Macody Lund. (Fih.). Næstu árin eftir 1814 voru ákaf- lega stormasöm: sífeldir austræningar og útnyrðingar, og þvi fiskitregt mjög. En samhliða þessari breyting veðuráttunnar varð einnig breyting á stjórnmálunum. Stjórnarfarið bafði áður verið þannig, að nokkrir vitrir menn og vel reyndir og stjórnarstörfum vanir böfðu þau á liendi hver að sinum hluta og st^u'ðu þeim samkvæmt reymslu sinni og af fullri þekkingu. Skýrslur allar og íræðslu um einstök atriði málanna voru þeir vanir að fá frá fyrstu bendi og tóku svo álykt- anir sínar eftir því. Og gekk afgreiðsla mála allra furðu fljótt og vel. — En nú var »komin önnur öld með annan sið og snið«. Nú voru einstök hugsjóna- ati'iði lögð til grundvallar fyrir allri stjórn- arskipuninni; og skyldi alt lagast eftir þeim, hvort sem vel eða illa gengi, og jafnvel þótt það kæmi beint í bága víð hagsmuni og réttindi þegnanua eða vel- ferð ríkisins. Og öll varð stjórnartilhög- unin nú mjög svo flókin, margbrotin og óþjál. Kristnin hafði verið lögleidd af hagsýnis- ástæðum án innri kvaðar lýðs eða lands- búa. Siðabótin hafði verið tekin í gildi af samskonar ástæðum. Og 1814 voru enn þá nýjar hugsjónir komnar til valda. — Þessi njrja hugsjónastefna, sem i raun- inni var að eins írelsisstefna stjórnar- byltingarinnar endurvakin, greip norsku þjóðina á skömmum tíma föstum tökum; dg urðu áhi’ifin enn þá sterkari vegna þess, hve fámenn og ejnstaið þjóðin var og fjarlæg hinum almennu menningar- straumum álfunnar. Einkum kom þessi frelsishugsjón fram í óliug á sambandinu við Svía, sem þá var í bi uggi með stór- þjóðunum, og fékk hún loks líf í Eiðs- vallargjörðinni. En, sem oft verður á slílcum tímamótum, þegar regluleg fjör- brot eru hjá þjóðunum, þá var litið smá- um augum niður á, eða öllu heldur litið yfir hina vanalegu lífsframleiðslu og einblint á hugsjónar-markið; en binu (þ. e. aíla og atvinnuvegum), að minsta kosti fór ekki fram á meðan, enn fremur það gagnstæða, að því hnignaði. Frelsið, sem á Englandi hafði þroskast samkvæmt innri þörfum, það fékk hjá Frökkum alt aðra mynd. Hér var það í’íkið, sem var æðsta hugsjónin; ríkið skyldi ekki hér myndast af kvöðum borgaranna, heldur hlutu horgararnir þvert á móti, að leggja líf sitt í sölurnar fyrir ríkið. Þegar svo var komið, þá var hin dýrmæta hugsjón frelsisins orðin að argasta ófrelsi, sem alt varð að lúta; og það ríki, þar sem slík hugsjón var aðal-máttarstoðin, þar með orðið að orustuvelli um orð og hugmyndir í stað þess, að vera safn af lifandi mönnum, með brennandi frelsislöngun. — Og í þessari mynd harst aldan til Norðurlanda,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.