Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 2

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 2
98 ÆGIR. Til þess, að koma banka á stofn, voru teknir peningarnir frá þeini, sem áttu að halda peningaveltunni við; — og er það samskonar hagsýni eins og ef bónd- inn seldi heyið frá kúnum til þess, að borga skuldir sínar! Og til þess, að ná fé í ríkissjóðinn voru lögleidd toll-lög, sem sviftu að minsta kosti sjávarborgirnar talsverðum hluta af viðskiftafærum sín- um. Því að með þeim lögum var tals- vert dregið úr þeim yfirburðum, sem danska alríkið hafði yfir ílest önnur ríki í verzlunar-löggjöflnni, þ. e. tollfrelsis- og vöruflutningsréttinum. — Flestar hinar gömlu stórverzlanir voru eins og væng- brotnar æðar, eítir umbrot hins mikla og langa stríðs. Og það var langt írá hinum nýju hugsjónum, að ríkinu bæri að veita þeim nokkra bjálp, til að koma fótunum fyrir sig aftur. Þegar svo var ástatt, var heldur alls ekki við að búast, oð stórþingið færi að styrkja sjávarútveginn eíns og stjórnin gamla bafði gert. — Eg drap áður á, að fyrstu árin eftir stríðið hefðu verið slæm fiski-ár á haf- skipum. En samt sem áður var heldur ekki við því að búast, að Lunds-ætlin vildi alveg hætta við atvinnuveg, sem að hún bæði hafði orðið að leggja svo mikið í sölurnar fyrir, og veitt hafði henni hins vegar svo mikinn arð. Útvegnum var því haldið áfram, þótt ekki blési byrlega; og hatði . félagið aldrei þurft fremur á ríkisstyrk að halda, heldur en einmitt nú. En nú var sú hjálp horfln. — Ég hef áður minst á, að þetta ein- staka félag hlaut aðdáun alira samtíðar- manna sinna, sem til þess þektu. Á Englandi hafði Jakobs Sunders verzlun við Billíngsstræti í Lundúnum skarað fram úr í fiskiveiðunum; og' bafði sú verzlun verið yfir hálfa öld hluthafi í humars- og fiskverzlun Lundsfélagsins. Bæði þessi verzlun og jarlinn af Chister (eftir þvi, sem sagan segii1), sem áður hafði verið herforingi i enska flotanum, og þá hvað eftir annað komið til Far- sunds og séð hina snildarlegu tilhögun hjá félaginu — endurtóku 1816 bón sína um upptöku í félagið; og var upptakan samþykt. Var höíuðslóllinn ákveðinn 200,000 spesiudalir; og skyldi annar helm- ingur þeirrar upphæðar skiftast þannig, að Englendingarnir leg'ði til 20,000 pund sterl., en Ágúst Kúnów i Björgvin það sem á vantaði. Fiskiskip voru ákveð- in 30. Leiðar-kveðja. Flutt á kveðjuhátíð Bárufélagsmanna á Akranesi 20. febr. 1908. Ejftir Porstein Björnsson cand. tlicol. (Frh.). Einn merkur rithöfundur síðari tíma, danska skáldkonanfrú Héiberg, segir á einum stað í ritum sínum, að jafn-mjög sem maturinn þyngi niður anda manns- ins, svo nijög lyfti vínið honum. Vel má vera, að þetta sé rétt frá hugsýnishlið skoðað. — En þessa samlíkingu matar og víns vil ég leyfa mér að heimfæra upp á samanburð milli lands og sjávar. — Eins og bikarinn skín við augum vorum bjartur og töfrandi og heillar oss að gleymskunnar lundum, þar sem aftur á móti eðlisþörfin ein knýr oss til að neyta matarins, þannig dregur þráin oss einnig að hinum skínandi bjarta sjó. En eins og hin dýrðlega angandi veig getur fyr en oss varir orðið oss að hestaskál til himnaríkis, þannig getur og hin bjarta bára á nokkrum augnablikum orðið að óvætt, sem ber oss út í hafsauga heljar. Og að þessu leyti má einmitt líkja hafs- þránni við ástar-þrána, sem öllum er sameiginleg, og ýmist er sú sælasta eða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.