Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 4
100 ÆGIR. þá hlýtur það aftur að vekja tignar- lotningu vora; oss finst sem gagnvart oss stæði máttug og geigvænleg lifandi vera, sem vildi svelgja oss eða draga oss með æði til undirheima. Og það er einmitt þetta einkennilega sí-vakandi líf hafsins, sem töfrar oss; hafið er á eilífri hreyf- ingu, rétt eins og það hefði sjálft líf sitt að geyma, — gagnstætt landinu, sem ber lífið utan á sjer, eða er í rauuinni að eins bústaður lífs. En þetta kemur jafn- ljósf fram af hinu töfrandi brosi öldunnar í hægri gjólu, eins og af æði hennar i stormi, — rétt eins og hún ýmist brosi við himninum eða reiðist honum! En þessi hugsun leiðir oss aftur að hinu einkennilega stóryrði, sem Bismark sagði um Prússa: »Vér Prússar óttumst drott- inn, en annars ekkert vald í heimk. — Einmitt þannig má segja um hafið, að það ótlist storminn einan; — »það kvein- ar, ódauðlegi stormur, undan þér«, segir Byron. Og enn segir hann svo: »Paö kvíðir fyrir komu þinni og stynur og kveinkar sjer með dimmu sorgar-ldjóði. Er bylur fer þá brýzt það um og drynur og beljar þungu fram í öldu ílóði; en eftir á í ekka-þrungnum móði upþbólgið harmsogandi lengi dynur«. Fiskiveiðar á Lófót. í 34. og 35. tbl. ísafoldar (13. og 17. júní) þ. á. ritar Hrólfur Jakobsson langa og rækilega grein um fiskiveiðarnar á Lófót í Noregi. — Lófót er sem kuunugt er langstærsta verstöð Norð- manna, og meðal þeirra stærstu í heimi, svo að þar er á vertítiðinni sáman kominn slikur mannfjöldi, að nema mundi um það bií helm- ingi allra íslendinga. Stundar allur sá mikli múgur úlróðra og fiskiveiðar, og það á fremur litlu svæði tiltölulega, og valda þvi fiskigöng- urnar; en þeim stjórna háfstraumarnir.------ Ofannefnd grein er skýrt og skemtilega rituð og hefir margan fróðleik að geyma. Ræðirhún einkum um fiskiveiðarnar sjálfar, en sleppir auka-alriðum, svo sem sjómannalífl, o. s. frv.; og iná það teljast kostur á ekki lengri grein, að halda sér við merg máisins. En einmitt þess vegna er hún og aðgengilegri þeim, sem hún einkanlega er skrifuð fyrir, þ. e. sjómönn- unum. Og er enginn vafi á, að hún hefir að geyma mörg fróðleiks-atriði, sem þeim mætti að haldi koma. Því þótt að sumu sé að vísu ólíkt með afstöðu til sjósóknar hjá Norðmönn- um og Islendingum, þá er þó ekki svo, að vér gætum ekki all margt af þeim lært í sjómensku- málum, og þá engu sizt hvað fiskiveiðarnar sjálfar snertir, að undanskildri fiskverkun einni. Pannig er það t. d. meðal annars, að vér erum nú fyrir ör-skemstu farnir að reka lóðarveiðar á mótorbátum og eimskipum, sem Norðmenn höfðu áður tíðkað um langan aldur. Vér höfðum í fyrstu hugsað oss að taka grein þessa í hcild sinni upp í »Ægir«. En við frekari athugun hurfum vér írá því ráði. — Pegar þess er gætt, hversu útbreitt og viðlesið blað ísafold er, vonum vér, að all-flestir af sjómannastétt vorri eigi kost á, að sjá greinina. — Og látum vér oss því nægja, að benda sjó- mönnum vorum hér með á hana, og vekja at- hygli þeirra á henni. Vorvei’tfðin heíir gengið heldur tregt hér, hæztur afli um 20 þús., það fékk »Haffarinn«, eign Sigurðar í Görðunum. Mörg skip fengu 14—16 þúsund. Minstur aíli um 10 þús. Pað bætir úr, að fiskur er heldur vænn. Mest alt fiskað í Látra- röst. Eitt skip var nú síðast um liálfan mán. austur á Selvogsbanka og afiaði á þeim tima um 7 þús. af þorski og löngu. Leiðrétting. Sú mjög svo óviðfeldna prentvilla hefir kom- izt inn í blaðið i þessum árgangi, að blaðsíðu- tölin 73—76 eru tvítekin; og hefir sú villa aldrei verið ieiðrétt hingað til, heldur hefir hið ranga blaðsiðutal staðið; og er þar með upphæð blaðsiðutölunnar 4 of lág alt þaðan frá, sem villan byrjar (73—76 á seinni staðnum i staðinn fyrir 77—80, o. s. frv.) árganginn út. Pessa eru lesendur blaðsins beðnir að gæta, einkum í sambandi við efnis-yfirlitið. Útgefandi. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.