Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 17
ÆGIR. 53 3, liefir rekið á svæðinu milli Garðskaga og Gjögurtá (við Ejrjafjörð), 3 eða 4 við Faxaílóa, 5 við ísafjarðardjúp og 6 eða 7 við Húnaílóa, 2 liefir rekið í Berufirði eystra og 1 í Meðallandi. í sumar rak einn í Gautavík við Berufjörð (nýlega sendur fleig- inn liingað suður), og í fyrra rak 2, ann- an í Jökulfjörðum og hinn í Hvalfirði (er nú hér á safninu uppsettur). Það eru liinir síðustu, er fundist liafa. — Einstaka sinnum fæst hann á lóð og færi í djúpi við Noreg, og einn kræktist á lóð hjá amerískum mönnum hér í Breiðafirði. Annars er hann uppsjáfarfiskur, er sjaldan tekur öngui, en lifir mest á smokkfiskum og er alveg tannlaus. I maga þess, er rak í Kollafirði, voru leifar af smokkíiski og urmull af smokkfisksnefjum og augastein- um. Um hrygningu þeirra og uppvöxt er ekkert kunnugt. Stærstu guðlaxar verða nær 6 fet á lengd og yfir 200 punda þungir. Það er leitt, að þeir skuli ekki vera tíðari, því þeir eru fyrirtaks matfiskur á við vænar fliðrur. B. Sœm. (Úr Lögréttu). Jónas Hallgrímsson. 1807 - 16. nóv. — 1907. Sjómannablaðinu og sjómannastéttinni er það vissulega ljúf skyida~að minnast „lista- skáldsins góða“ á aldarhátíð hans. En ekki mun þörf á að rifja upp fyrir mönnum æfi- atriði hans, né heldur viljum vér fjölyrða hér um hans marglofaða og lofsverða skáldskap. Hér viijum vér minnast þess hve mikinn áliuga Jónas hafði á fiskiveiðum vorum og hve hann unni mjög sjómannastéttinni og sjómennskunni. Yeturinn 1840—41 dvaldi Jónas í Reykja- vík. Samdi hann þá spurningar um fiskiveið- ar hér1 og sendi viðsvegar um land. Spurningarnar voru svo hljóðandi: „1. Iívað er yður kunnugt um fiskigöngur vorar, hverrar tegundar fyrir sig, og aðsetur fiskanna á öllum aldri árið um kring, að svo mikiu leyti, sem eftirtekt og reynsla yðar sjálfs nær til? 2. Hvernig er hagað flskiveiðum í yðar veiðistöð árið um kring? hvaða veiðiaðferð er höfð, og hverjar tegundir veiddar um hvert leyti? 3. Lýsing á öllum útbúnaði, og aðferð við hverja veiði fyrir sig. 4. Þiijuskipaveiðar; útbúnaður þeirra og alt hið merkasta, sem um þær verður sagt. 5. Öil hin heiztu mið, sem sótt eru úr yðar veiðistöð, afstaða þeirra eftir ágizkun, og eins þeirra merkja á landi, sem miðað er við. Dýpi og botnslag á miðunum, og liver þeirra veiðisælust á hverja fiskitegund. 6. Nöfn allra íslenzkra fiskitegunda, sem yður eru kunnug, og dálítil iýsing á öllu hinu fáséna, eins því sem þér hafið séð, en ekki þekt neitt nafn á. 7. Meðal hiutarupphæð á hverri vertíð og ári um kring, tilgreint með tölu og vigt. Svo og útgerðarkostnaður áskipum og mönnum. 8. Hvað þér haldið einkum sé ábótavant í fiskiveiðum vorum, og hvernig bezt mundi mega ráða bót á einhverju af því. 9. Athugasemdir, sem yður mætti þókn- ast við að bæta, viðvíkjandi því sem hér er óspurt um.“ Jónas segir svo meðal annars í formálan- um fyrir spurningunum: „Skýrslur þessar eru ætlaðar til þess, að geta með tilstyrk þeirra samið áreiðanlegt yfirlit yfir ástand sjávarveiða vorra, eins og það er nú um þess- ar mundir; virðist það geta orðið fróðlegt, og ekki nytsemdalaust sjóveiðamönnum vorum, þegar svo margt kemur til samanburðar á einn stað; en á hinn bóginn vænti ég mér af skýrslum þessum mikillar aðstoðar fyrir náttúrufræði þessa lands.“ Nokkrum árum áður haíði haun skrifað 1) Sbr. Ljóðmæli han8 og önnur rit, bls. 376—8.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.