Alþýðublaðið - 15.06.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1923, Blaðsíða 1
Gefiö út af ^Llþýdufloklzniim 1923 Föstudaginn 15. jún{. 133. tolublað. Vimwgleði. Sænskur skólasveinn átti að gera ritgerð "um vinnugleði, og byrjaðl hann svo, að vinnugleði væri tvenns konar, virk vinnu- gleði, er sá nyti, er sjálfur ynni, og óvírk vinnugleði, er þeir nytu, er horfðu á aðra vinna. Ekki er þess getið, hvernig áframhaldið var, en et menn eru eítthvað líkir þar sem hér, er ekki fjarri lagi að ímynda sér, að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu, að þeir töluðu mest um vinnugleði, sem nytu hinnar óvirku. En án gamans er rétt að minnast ofurlítið á vinnugleðina nú um stundir, einkum vegna þess, að ýmsir andlegir páfa- gaukar, sem ekki hafa meiri þekkingu á því eíni en köttur á sjöstjörnunni, eru nú farnir að gauka stórlátlega um það og hreyta ónotum að þeim, sem annast er um vinnugleðina af því, að þeir hafa mestan skiln- ing á henni, sem sé verkamönn- um og leiðtogum þeirra. Þeir, sem vinna, geta bezt borið um, í hverju vinnugleðin er fólgin, og þeir munu vera sammála um, að hún sé annað hvort fólgin í því andlega starfs- ílagi, sem starfsmaðurinn leggur fram, eða í ánægjunni yfm því að sjá árangur vinnunnar, og kemur hann bæði fram í afkast- íqu og arðinum eða laúnunum eða öðru hvoru. Það er þess vegna eðlilegt, sem alþekt er, að menn hafa mesta vínnugleði af starfi, sam þeir inna einir af hendi, en það verður nú æ - sjaldgæfara eftir því, sem vinnuskifting vex. Me'ð henni fylgir það, að einn og sami maður fær að eins eitt ein- falt verk að vinna, sem hann fremur aftur og aftur, unz hon- um verður það svo tamt, að hann þarf ekkert andlegt í það að leggja. Þá er farin út um þúlur önnur meginundirstaðan undir vinnugleðinni. Með verka- skiftingunni fylgir enn fremur, að árangurinn af vinnunni hverfur oft samstundis f hendur annara, sem lokið er því, er hinn ein- staki verkamaður á af hehdi að inna, svo sem þegar verkið er að eins að 1 étta öðrum einhvern hlut, og þá verða iaunin eða kauplð eina táknið um, að eitt- hvað hafi í raun og veru verið af hehdi leyst, en þar sem þau eru að eins tákn árangursins af vinnunni, en ekki árangurinn sjálfur, þá er sambandinu m'lli vinnandans og vianunnar að mestu leyti slitið, og verður þá enn minna úr gteðinni af henni. Þessi er orsökin ¦ til þess sálar- leiða og andlega innantóms, sem er einkenni og fylgja véláaldar- innar, og hennar vegna er nú orðið svo hljótt um vinnugleðina nema hjá þeim, sem njóta hinnar óvirku vinnugleði eítlr skilningi skóiasveinsins sænska. Þó er ekki svo, sem hún sé horfin. Enn er svo mikið eftir af henni, rð mörgum mætum verka- manninum verður á að gá þess ekki fyrir gleði sinni af vinn- unni, þótt séinustu og lélegustu tilefnin til hennar séu dregin úr höndum hans, sem sé launin fytir vinnuna. Það gefur auga leið, að Htið er að gleðjjst yfir, þegar verkamaður ber ekki næg Iaun úr býtum til lífsviðurhalds sér og sfnum, þótt hinn sveitist blóðiou við slitrótta, erfiða og sundúrslitna vinnu allan ársins hring við auman aðbúnáð, því að þá er hann kominn í þræl- dóm og á ekki svo mikils úr- kostar sem að geta afiað sér annarar gleði f stað þeirrar, sem mist er. Þá er í stað gleðikom- in þjáning. Það ®ru því eigi að eins aula- lega, heldúr og illmannlega höfð hausavfxl á réttu og röngu, þegar sagt er, að forgöngumenn verkalýðshreyfingarinnar séu að >spilla vinnugleði verkalýðsins«, þvf að þeir eru rétt skoðað áð eins að -reyna að varðveita hana, Eigi að síður er henni spiit. Það gera hinir, sem með bar- áttu fyrir óhæfu þjóðskipulagi vilja útiloka alþýðu, hinn vinn- andi Iýð, frá öllum andlegum og Ifkamlegum auðæfum, þeir, sem synja fólkinu um sjáltsagða frseðslu til þess, að það geti náð andiegu eambandi við hlut- ina og lífið, og níða af þvírétt- mæt laun fyrir nauðsynlega vinnu, svo að því séu allar bjargir bánnaðar. Slíkir menn eigi að éins áð spilla vinnugleði verkalýðöins, heldur sjá einnig um, að enginn kostur sé á henni gerður. En hvért náfn þeir eiga skilið, ssm byrla verkalýðnum andlegar og lfkamlegar þjáningar f stað gleði þeirrar, sem þeir eiga rétt á að njóta af vinnu sinni og lyrir hana, og gala svo um að aðtir séu að spilla henm, — það verður hver og einn að segja sér sjálfur. En það er ekki vandfundið. Ijölnir, Uudir kosningar. Eftirtektar- vert er það, að >Vfsir< flytur nú grein um skatta og íelst þar algerlega á stefnuskrárkröfu Al- þýðuflokksins um beina skatta í stað tolla. Á hitt er ekki minst — enn, má vonandi segja — að skattarnir eiga að hækka með vaxandi tekjum og eignum, Ástæðulaust er ekki að þakka þetta liðsinni, þótt tilefnið sé ef til vill ek.Ui háleitara en það, að í haust eru — kosningar. Nætarlæknir í nótt Gunnl. Einarsson, Ingólfsstræti q. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.