Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. |j Reykjavik, Janúar — Febrúar 1923. | Nr, 1—2. Aðalfundur Fiskifélags íslands 17. og 19 febrúar 1923. Hinn 17. febrúar var aðalfundur Fiski- félagsins haldinn á kaupþingssalnum og hófst kl. 2'/* s. d. Fundur þessi hafði verið auglýstur á löglegan hátt, og i auglýsingum tiltekinn miðvikudagur hinn 14., en þar sem »Goðafoss« seinkaði og vænta mátti að einhverjir félagsmenn væru með skipinu, sem óskuðu að vera á fundinum, þá var auglýst i dagblöðunum hér, að honum yrði frestað tii laugardags hinn 19. Á fundinum mætti fyrir Isafjarðardeild útgerðarmaður Magnús Thorberg, frá Akranesi var mættur formaður fiskideild- ar »Báran« Sveinbjörn Oddsson, og fund- inn sat hreppstjóri Stefán Sigurfinnsson frá Auðnum. en að eins fyrri hluta hans. Forseti Jón Bergsveinsson setti fundinn og mintist fjöldans, sem fór i sjóinn i fyrra (97 manns), og bað fundarmenn minnast þeirra með því að standa upp. Fundarstjóri var tilnefndur Sveinbjörn Oddsson frá Akranesi, og var hann kos- inn í einu hljóði. Mál á dagskrá, sem auglýst höfðu verið voru þessi: 1. Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu ári. 2. Aflaskýrslur. 3. Steinolíumálið. 4. Landhelgisgæzla. 5. Umræður um nokkur lög viðvikjandi sjávarútveginum og framkvæmdir þeirra. 6. Framtiðarstarfsemi Fiskifélagsins. 7. Fjárhagsástand sjávarútvegsins. Forseti félagsins tók svo fyrir fyrsta mál á dagskrá, skýrði frá störfum stjórn- arinnar, erindrekstri og fjárhag, og er hann hafði lokið máli sínu var tekið fyrir: Aflaskýrslur. Þar hafði forseti framsögu og skýrði frá hinu mikla ólagi, sem verið hefir undanfarið er um skýrslur um afla- brögð ræðir og getur þess, að ein til- raun verði enn þá gerð, þar sem Hag- stofan hafi nú söfnunina með höndum þetta ár. Er hann hafði lokið máli sínu, bar skipstjóri Geir Sigurðsson fram svohljóð- andi tillögu: »Fundurinn leggur áherslu á, að fram- vegis verði rækilega framfylgt lögum nr. 29 frá 8. nóv. 1895 og reglugerð um söfnun aflaskýrslna frá 20. april 1897 og telur sjálfsagt, að Hagstofan taki að sér þetta starf og sjái um, að skýrslurnar verði birtar almenningi mánaðarlega«. Hreppstjóri Stefán Sigurfinnsson gaf ýmsar skýringar um aflaskýrslusöfnun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.