Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 8
2 ÆGIR og talaði með tillögunni, sem þ,vi næst var borin upp og samþykt. Pá var tekið fyrir: Steinolíumáliö. Framsögumaður var Jón forseti Bergsveinsson. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni tók forstjóri landsverzl- unarinnar til máls og sagði álit sitt um olíuverzlunina. Auk hans töluðu hr. Magnús Thorberg og bankastjóri Magnús Sigurðsson, og voru umræður hinar fjör- ugustu. Engin tillaga var borin fram. Að umræðum loknum, bar Geir Sig- urðsson fram tillögu um að fresta fundi til mánudagskvelds 19. kl. 8 síðdegis, og var hún samþykt Fundurinn hafði þá staðið í 4 klukkustundir. Framhaldsaðalfundur var svo auglýst- ur í Morgunblaðinu, er út kom hinn 18. og tilgreind þau mál, sem eftir voru af dagskránni. Mánudagskveld 19. febrúar kl. 81/* var fundur settur i kaupþingssalnum af fund- arstjóra Sveinbirni Oddsyni, og þvi næst tekið fyrir fyrsta mál á dagskrá: Landhelgisgæzla. Forseti Jón Bergsveins- son var framsögumaður. Er hann hafði lokið ræðu sinni tók til máls alþingismaður Pétur Ottesen, sem ásamt alþingismanni Einari Þorgílssyni var mæltur á fundinum. Þessir tveir þingmenn skýrðu frá gerðum Alþingis í landhelgisgæzlumálinu og lofuðu fylgi sínu til að málið kæmist í gott horf. Ýmsir tóku til máls og var þetta ýtar- lega rætt, og að lokum bar f. v. banka- stjóri Sighvatur Bjarnason upp svohljóð- andi tillögu: »Fiskifélag íslands skorar á Alþingi að gera sitt itrasta til þess, að strandgæzlan hér við land verði aukin sem mest. Samþykt i einu hljóði. Umræður um nokkur lög viðvikjandi sjáv- arútveglnum og framkvæmdir þeirra: Framsögu hafði Jón Bergsveinsson for- seti. Umræður urðu langar og að lok- um var svohljóðandi tillaga borin upp og samþykt: »Fundurinn skorar á Alþingi að hlut- ast til um, að lög um fiskiveiðar i land- helgi frá síðasta þingi, sé stranglega fram- fylgt«. Framdðarstarfsemi Fiski'ólagslns var næsta mál á dagskrá, og hóf forseti Jón Berg- sveinsson umræður og bar fram svo- hljóðandi tillögu: »Fundurinn æskir þess, að Alþingi veiti Fiskifélagi íslands, svo riflegan styrk, sem það sér sér fært á næstu fjárlögum, eða ait að 120 þúsund krónur, svo sem félagsstjórnin fer fram á. Var tillaga þessi samþykt. Tjárhagsástand sjávarútvegsins, var síð- asta mál á dagskrá. Forseti talaði nokkur orð um ástandið og þótti misrétti beitt við þá sétt, sem mest leggur að mörkum til ríkissjóðs og var svohljóðandi tillaga borin upp: »Fundurinn skorar á Alþingi að gæta hófs í öllum skattaálögum, einkum er viðkemur sjávarútveginum«. Var sú tillaga samþykt. Fundarbók var siðan lesin upp og samþykt og sagði þá fundarstjóri fundi slitið. Sveinbjörn Oddsson, Sveinbjörn Egilson, (fundarstjóri). (ritari). Þess má geta hér, að áður fundurinn byrjaði, afhenti forseti Stjórnarráði ná- kvæman útdrátt af framsöguræðu sinni í steinoliumálinu með þeirri ósk, að það vildi senda mann frá sér tjl sð hlýða á umræður um mál, sem tekin væru fyrir á fundinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.