Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR 5 hann einn aldrei varðveitt þjóð vora. Því verður hann að fá stuðning frá sjáv- arútveginum; og þeir að' styrkja hvor annan. En því að eins má vænta þess, að fulltrúar þjóðarinnar horti ekki rang- eygðir til sjávarafurðanna, og líti þær til annars en þess að ná tekjum í ríkis- sjóðinn. Fiskifélag íslands er stofnað i hlið- stæðum tilgangi við Búnaðarfélagið, en það heiir ekki ennþá haft hliðstæða að- stöðu. Það á mjög fáa talsmenn á Al- þingi og því færri eru sjómenn á þingi, enda hafa íslenskir sjómenn til þessa látið sig litlu skifta um stjórnmál þjóð- arinnar, og elcki gælt þess, að þeir hafa bæði þörf og rétt til þess að standa jafn- fætis öðrum landsmönnum í þjóðarmál- unum. En nú verða sjómennirnir að rumska, og byrja með þvi, að ráða sjáltir gerðum fjórðungs og fiskiþinga, og íækka þar annara stétta mönnum, enda Fiskifélag kent við fiskimenn. Sjómenn verða að gera tillögur um þau mál, sem snerta þeirra atvinnu. Landbúnaðarmenn geta ekki af þekk- ingu dæmt um nauðsynjar sjómanna- stéttarinnar, og sjómenn standa eins að vígi gagnvart landbúnaðinum. Þess vegna verða sjómenn að fara að eiga fulltrúa á Alþingi. Fiskifélag Islands hefir þann tilgang að styðja og efla alt það, er verða má til framfara og umbóia í iiskveiðum landsmanna á sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðvænastar þeim, er hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni. Pessum tilgangi nær félagið því að eins, að það starfi í nánu sam- bandi við sjómennina og löggjafa þjóð- arinnar, og hafi talsverð fjárráð, sem það mætti verja til ýmsra tilrauna bæði með fiskiveiðar og fiskiafurðir. Félagið á að geta bendingar um það, ef hugsanlegt væri að ná fiski á ódýrari hátt en nú þekkist. Félagið á að gera rannsóknir á því, með hverjnm hætti, fiskiafurðir verða að mestum notum t. d. lifur, sem seld er úr landinu fj'rir Jítið verð, unnin erl. og breytt í olíu og önn- ur efni, og svo flutt i stórum stíl inn í landið aftur, en íslendingar standa marg- ir iðjulausir á torginu, og mundu fegnlr þiggja starfa við þessa iðn. Fiskverkun er dýr, og verður þess valdandi að sjó- menn og útgerðarmenn gætu annars borið meira frá borði, en sú er þar bót í máli að verkunarkostnaðurinn rennur til vinnuþurfandi landsmanna. En órann- sakað er það, hvort nýjar verkunað- ferðir gætu ekki skapað óþekta sölustaði, og fisksölumálið er eitt, sem Fiskifélagið á að hafa áhrit' á. Því ekki má það svo ganga að fisksalan sé bitbein kaupsýslu- inanna, að sami fiskur gangi kaupum og sölum að óþörfu. Jafnvel sami fiskur seldur 5—10 sinnum áður en hann kemst á markaðsstaðinn. Kaupmenn verða að sjá sér hag i allri sinni umsetningu, en framleiðandi og fiskimenn þola ekki að leggja í skaut kaupmanna neinar auka eðaóþarfa- tekjur. Við rannsókn gæti margt nýtt komið í ljós, sem yki og efldi sjávarframleiðslu landsins, gerði hana fjölbreyttari og tryggari en hún nú er, og það sem tals- verðu máli gæti skift, er, ef það mætti sanna að fleira borgaði sig að hirða, en einan fiskbolinn. Búnaðarfélag íslands hefir keypt marg- ar og dýrar vélar, sem það notar til jarðræktar, og rannsóknar á því, hvað íslenzk náttúra gæti framleitt mest fyrir landbúnaðinn, og ávextirnir af því starfi eru þegar orðnir miklir, og enginn mun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.