Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 14
8 ÆGIR þessa veiði hér úti fyrir i sumar mun ekki fullkunnugt, en fjölda mörg voru þau, um það kemur öllum saman. Af þessum veiðum stafar geysimikill niðurburður, kverksigar, hausar, rifin og marin síld o. s. frv. Þessi niðurburður átti sér stað frá miðjum júlí til miðs september, og þegar um stóran flota af skipum er að ræða, sem daglega bera niður síldarúrgang á ekki stærra svæði en fiskimiðum Eyjaljarðar og Siglufjarð- ar, er ekki ólíklegt að þarna safnist tölu- vert æti meðan síldveiðin varir og að þorskurinn staðnæmist þar við. Öllum sem eg hefi átt tal við um þetta mál, ber saman um það, að þenna tíma hafi þráfaldlega komið fiskur á línuna með úttroðinn magann af ómeltum síld- arúrgangi, og með þrútnum, meyrum, blettóttum og skemdum kviði. Hafði fiskurinn að þeirra dómi áreiðanlega legið i æti og verið orðinn veikur af því. Þessu höfðu þeír ekki veitt eftirtekt fyr en siðastliðið sumar. Hvort sem að niðurburðinn er orsök þess, að fiskur ekki gekk á grunnmiðin nú eins og vanalega, eða ekki, þá er það víst að niðurburður síldarúrgangs hefir aldrei átt sér stað jafnmikill og þetta sumar, svo ekki er ástæðulaust að setja þetta tvent i samband, samkvæmt framan- sögðu, að minsta kosti þangað til önnur betri skýring fæst. Ef það skyldi sannast að þessi lög- gjöf hefði spillandi áhrif á liskiveiðarnar hér, auk ýmsra annmarka, sem and- stöðumenn hennar hafa bent á, þá þyrfti að breyta henni sem fyrst, þvi sýnilega nær hún aldrei þeim tilgangi, sem henni var ætlað í upphafi. Sennilega hafa þeir vélbátar, sem stunduðu þorskveiðar í alt sumar, flestir gefið allgóðan arð, því aflinn var sem fyr segir mikill alment, og útgerðarkostn- aður að því er snertir oliu, salt og veið- arfæri mun minni en i fyrra, en manna- hald lítið eða ekkert kostnaðarminna. Að vísu hefir salan gengið illa hér sem annarstaðar og einkum er kvartað yfir að fiskur hafi metist ver en áður. Liggur það liklega aðallega í strangara mati en verið hefir, og ef til vill líka í þvi, að fiskurinn lá lengi í verkun sakir óhag- stæðrar veðráttu, og verður hann þá sem kunnugt er, aldrei eins áferðarfagur og óhrakinn fiskur. — Annars er hér alment vaxandi áhugi fyrir góðri verkun og meðferð tisksins frá fyrstu til síð- asta og þykist eg sjá glöggan mun þessa hin siðustu árin. Ekki væri það heldur ólíklegt, því svo oft er búið að brýna þá nauðsyn fyrir mönnum bæði af Fiskifé- lagi íslands og ýmsum öðrum. Megn óánægja er hér alment yfir því hve fiskimatið er kostnaðarsamt í fram- kvæmdinni. Þykir fiskeigendum óhæfi- legt að borga undirfiskimatsmönnum 2 krónur um hverja klukkustund frá því þeir fara heiman að í matserindum og þar til þeir koma heim aftur, og þar að auki allan ferðakostnað, ekki sizt þar sem mestalt matið fer fram að haustinu eftir að vinnulaun annara manna hafa stórlækkað. Úlgerðarmenn bera þetta fyrir sig, ásamt því, að matsmennirnir hafi engu kostað til, öðru fremur, að verða starfinu vaxnir, og að þeir stundí auk þess hverja þá aðra atvinnu sem þeim bjóði við að horfa. Útgerðarmenn álita að matsmennirnir væru fullsæmdir af kaupi eitthvað lítíð eitt bærra en al- ment verkakaup er á hverjum tima, og einkanlega krefjast þeir þess, að skipaðir séu matsmenn í hverri þeirri veiðistöð sem á annað borð skipar út fiski, svo að þeir losni við að borga ferðakostnað og dagpeninga manna lengra að. Eg hefi bent mönnum á, að það væri ekki á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.