Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 Fiskiafli i Grímsey og Flatey er hér áætlaður eftir frásögn kunnugra manna, þvi engar skýrslur hefl eg fengið þaðan. Annars eru hlutföllin á milli stórfisks og smáfisks líklega ekki fullkomlega ná- kvæm, því sumstaðar er fiskurinn salt- aður óveginn, en reiknaður út eftir lifr- armagninu og áætlun gerð um hve mikið af fiskinum væri undir máli. En hlut- föllin munu ekki langt frá lagi, því yíir- gnæfandi var það stór fiskur, sem afl- aðist á mótorbátana, en aftur á móti mikið smátt á þilskipin og nokkuð á árabáta. Svalbarðseyri 31. des. 1022. Páll Halldórsson (erindreki). Skýrsla til Fiskifélags íslands yfir starf mitt órið 1922. Frá áramótum til 25. janúar vann eg við silungaklakstöðina i Garði, sem stofn- sett var árið 1921 eins og skýrsla sú er eg lagði fyrir Fiskiþingið 1922 ber með sér. 25. janúar hóf eg ferð mína til Reykja- víkur þess erindis, að sækja um stvrk til tilraunastöðvar með laxaklak. Áætlaði eg kostnað þar að lútandi kr. 7 þúsund með tilliti til þess að eg hefði einnig hönd í bagga með silungaklakinu i Þing- eyjarsýslu, þar sem eg ákvað að gera til- raunina þ. e. við Laxá að Laxamýri. Til áðurnefndra tilrauna sótti eg um styrk til Búnaðarfélags íslands, Fiskifé- lags Islands og búendanna að Laxamýrií fekk eg veitingu fyrir þremur þúsundum frá Búnaðarfélagi íslands, tveimur þús- undum frá Fiskifélagi íslands, og einu þúsundi frá bændum á Laxamýri. Þessi styrkveiting hljóðar því alls upp á kr. 6.000 — sex þúsund krónur —. Eg votta hér með Fiskifélagi íslands mínar beztu þakkir fyrir sitt fjár- framlag. Frá því eg kom norður úr Reykjavík- urferðinni sem var 10. marz, fór eg fyrst nokkrar ferðir til undirbúnings laxaklak- inu og var við útflutning seiða frá klak- stöðinni í Garði; mestum hluta seiðanna var slept i Mývatu þ. e. uni 220,000. Þá var slept í Boðsvatn 15,000. Flutlutn við þau seiði á mjólkurbrúsum ca. 65 km. veg og hepnaðist sá flutningur prýð- isvel. Einnig var slept í Vestmannsvatn 10,000, Brunnvatn 2,000, Grænavatn 2,000, Sig- urðarstaðatjörn 2,000, Kalborgarvatu 1,000, Brennitjörn 1,000, Sandvatn ytra 3,000, er það ltið eina af ofantöldum vötnum, sem var algerlega silungslaust fyrir. Fyrstu seiðunum var slept frá klak- stöðinni 11. apríl, en siðustu 1. júní. 31. marz fór eg að Laxamýri og var þar til 7. dags júlimánaðar við byggingu laxaklakshússins. Stendur þaðhús6mín- útna gang frá bænum Laxamýri. Húsið er steinsteypt með torfþaki — gólfflötur 5x13 álnir, steinlimdur —; veggir eru mikið í jörð til að varna frosti því vatn það sem inn er leitt hefir runnið nokk- urn spöl ofanjarðai. Eftirað valnið kem- ur inn í húsið er það fyrst leitt gegnum 2 tunnur áður en það rennur í skifti- stokkinn — i tunnunum er smámuln- ingur til að hreiusa vatnið. Skiftistokk- urinn deilir þvi í kassaraðirnar sem eru 4 og 3 kassar í hverri. Kassarnir 12 og hafa lengd 210 sm., breidd 40 sm., dýpt 20 sm. og er möl á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.